Brexit bara hedur áfram að bæta hag Breta

Nú losna þeir við fullt af evrópustofnunum úr landi.

Hvers vegna er það gott, gætu einhverjir spurt?

Það er ekki framleiðandi iðnaður.

Nú losnar mannskapur í framleiðandi iðnað, sem er einmitt að blómstra núna.

Í staðinn fyrir útgjöld fá þeir innkomu.


mbl.is Keppast um Evrópustofnanir eftir Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttir tímar

Ég man, og grunar að börn séu enn nýtt í bílaþvætti.

Þau má einnig virkja til garðslættis, og jafnvel veggjamælinga.

Oftars eru þau samt send til innkæpis.


mbl.is Nota börn til peningaþvættis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki viss um að þetta sé ástæðan...

"Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta."

Það eru ansi fá torskilin orð í dægurlagatextum - hef ég skynjað.

En, á móti hef ég líka ástæðu þess að fólk skilur illa íslenska dægurlagatexta: þeir eru einfaldlega alger della.

Dæmi 1:

"Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér"

Hvað þýðir þetta?  Má guð vita.

Dæmi 2:

"Soltið skrýtin, soltið þvæld    

Samt ekk'of mikið, ekk'útpæld

Þó ekki afleit, einhver fær    
Samt ekk'of mikið komdu nær."
 
Einhver?  Setningaskipanin er ekki vandamálið hérna.  "Soltið?"  WTF?
 
En færum okkur nú úr innihaldslausum texta, þar sem söngvarinn er bara eitt af hljóðfærunum í eitthvað með merkingu: 
 
Dæmi 3:
 
"Úlfurinn rúllar með rómverskum gyðjum og stóískum hómís
Eldist um helming og drekk fyrir tvo líkt og óléttur róni
Allir á hlaupum en ég týni rósir á rólegu róli"
 
Hér virðist vere einhver merking, sem gerir þennan texta frábrugðinn hinum hér að ofan, mjög litríkt myndmál sem þýðir samt bara "er á fylleríi núna."
 
Ekki erfitt að skilja, eða hvað?  Torf, já, en ekkert torskilið.

mbl.is Margir skilja íslensk lög illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Up in smoke"

Á hverju ári finnur ríkið nýja leið til þess að sóa peningum almennings í ekkert.

Nú hyggjast þeir kaupa kynstrin ölla af leyfi til þess að blása út reyk.

CheechChong-1-18-web


mbl.is Milljarðar í kolefniskvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fellur líka í hagfræði að eilífu

Íslenska krón­an er óút­reikn­an­leg og leiðir til óstöðug­leika. Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra ...

Hann veit ekkert hvað hann er að tala um.

Krónan er útreiknanleg.  Hún tekur við sveiflum sem mis-vitrir pólitíkusar búa til í hagkerfinu, svo og öllu sjaldgæfari (og oftar en ekki fyrirsjáanlegri) sveiflum utanað.

Seg­ir Bene­dikt vext­ir vera og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðun­ar­lönd­um, sem sé ósann­gjarnt og leiði til óþarfa átaka í sam­fé­lag­inu.

2 atriði:

1: vextir eru mannasetning.  2: vöxtum er haldið óeðlilega lágum í útlöndum, vegna þess að það er *ennþá kreppa.*

Við gætum alveg tekið upp evru, dollar, koronu, yen eða hvað sem er, en samt haft 8% vexti.  Sjá, nú erum við með krónu, en það eru misháir vextir eftir hvaða lánastofnun veitir þá og með hvaða skilmálum.

Ég get ekki verið sá eini sem tekur eftir þessu.

„Sterk króna ógn­ar nú af­komu fyr­ir­tækja sem græddu vel á veikri krónu fyr­ir fá­ein­um miss­er­um.

Sterk króna er á sama tíma að gera góða hluti fyrir innflytjendur og þá sem kaupa innflutta vöru.

Sumt er gott, sumt er slæmt...

Störf í ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnaði, sem áttu að tryggja fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins, streyma úr landi á ný.

Hér á landi eru líka ansi háir tekjuskattar.  Gæti það spilað inní?  Jafnvel frekar?  Vegna þess að fyrirtækin vita alveg að krónan gengur upp og niður á milli ára, en skattmann... hann rukkar bara meira.

Krón­an er hem­ill á heil­brigð viðskipti,“ seg­ir hann í grein sinni.

Krónan er bara mynt.  Ríkið sjálft fokkar í viðskiftunum.

Við al­menn­ingi blas­ir hins veg­ar ólík mynd og auk­in kaup­mátt­ur.

Eins og ég benti á... sumt er gott, sumt er slæmt.  Njótið þess meðan það endist.

Fjár­málaráðherra megi því hafna krón­unni, því sér beri skylda til að leggja til þann kost sem sé far­sæl­ast­ur fyr­ir Íslend­inga.

Að hann hætti og einhver greindari taki við?

Nú sé því tími til að hafna göml­um kredd­um. Stöðug­leiki ná­ist aldrei nema með stöðugum gjald­miðli sem standi und­ir nafni og geti boðið upp á svipaða vexti og í ná­granna­lönd­um Íslands.

Teljum kreddurnar í þessum línum:

Kredda 1: stöðugleiki er alltaf góður og eftirsóknarverður.
(óstöðugleiki er náttúrulegt ástand sem skapast af þróun, og hreinlega bara af árstíðum.)
Kredda 2: við þurfum "stöðugan gjaldmiðil."
(Það kemur sér illa þegar náttúrulegi ótöðugleikinn lætur á sér kræla.  Eins og Spánverjar, Írar og fleiri hafa fengið að kenna á.)
Kredda 3: Vextir eru tengdir gjaldmiðlinum.
(Rrrriiiigth.  Það kemur almúganum bara ekkert við.)


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pósturinn Páll þarf að spjara sig sjálfur

„Við höf­um talað fyr­ir því í tæp 15 ár, stjórn­end­ur hér hjá Póst­in­um, að það þjónaði ekki hags­mun­um Ísland­s­pósts að viðhalda þess­um einka­rétti."

Rangt.  Það þjónar hagsmunum íslandspósts, en engra annarra.

"þetta er fyrst og fremst spurn­ing um þann hluta þjón­ust­unn­ar sem stend­ur ekki und­ir sér. Og það er á svo­kölluðum „óvirk­um markaðssvæðum,“ þar sem eng­inn hef­ur áhuga á að sinna þjón­ust­unni,“ seg­ir Ingi­mund­ur."

Bara spurning um pening.

"Póst- og fjar­skipta­stofn­un ráð fyr­ir að hann gæti numið 200-400 millj­ón­um króna á ári.

Ísland­s­póst­ur seg­ir kostnaðinn hins veg­ar um 1 millj­arð, þar sem alþjón­ustu­byrðin í þétt­býli nemi 561 millj­ón­um króna."

Hverjar eru forsendurnar?

Í frum­varps­drög­un­um er gengið út frá því að ríkið muni greiða fyr­ir þá þjón­ustu sem tal­in er nauðsyn­leg og ekki hægt að veita á markaðsfor­send­um.

Hér er strax kominn vetvangur til að svindla eitthvað.  Ef ég þekki mitt fólk rétt, þ.e.a.s.

„Á Norður­lönd­un­um er bréfa­dreif­ing­in að lang­stærst­um hluta á hönd­um póst­fyr­ir­tækj­anna, þó það séu mörg ár frá því að einka­rétt­ur­inn var af­num­inn þar.

Hvernig gekk það?  Það er engin ástæða til að ætla að það gangi öðruvísi hér.

Er hægt að opna markaðinn og segj­ast ætla að koma á sam­keppni þegar Póst­ur­inn er í mik­illi yf­ir­burðastöðu með þetta dreifi­kerfi og þessa starf­semi?

Það er náttúrlega alltaf jafn neyðarlegt þegar einhverjir gaurar úti í bæ fara að bj+oða betri þjónustu fyrir minni pening en fyrirtæki sem er fjármagnað 100% af ríkinu, og aftur 100% af notkunargjöldum.

„Það er bara mats­atriði,“ svar­ar Ingi­mund­ur. 

Veruleikinn er bara matsatriði, segir Ingimundur.

Sum­ir vilja meina að fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins eigi erfiðara upp­drátt­ar í sam­keppni en önn­ur fyr­ir­tæki,“ seg­ir Ingi­mund­ur.

Svo er.  Þau hafa alltaf haft forgjöf, enginn hefur þurft að hafa fyrir neinu, bara vaðið í ríkissjóð ef eitthvað klúðrast.
Það er engin æfing í því falin.


mbl.is Breytt landslag á póstmarkaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær var norski herinn seinast til stórræðanna?

Á 16. öld?

Svíar voru fínir í 30 ára stríðinu, en ekkert eftir það.

Danir... uhm... Einhverntíma?  Kannski?

Finnar voru að gera brilljant hluti í seinni heimstyrrjöld.  Norðmenn geta hringt í þá.


mbl.is Norski herinn sagður óverjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefði átt að gá að því áður en hann byrjaði með henni

Hvað leið langur tími áður en hann áttaði sig á þessu?


mbl.is Hætti með Madonnu því hún er hvít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...sum­ir kenna klám­væðingu um. "

Hmm...

Regla 34 segir: það er ekkert til sem ekki er representað í einhverju klámi.

Eða á engilsaxneskunni: if it exists, there's porn of it.

Fólk er þá að skoða eitthvað mjög einsleitt klám, svona almennt.


mbl.is „Er ég með óeðlilega píku?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í öðrum fréttum...

Vatn er blautt.


mbl.is Slysum fjölgað með auknum vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband