Bílar eru vissulega listaverk

Sumir eru listrænni en aðrir:

Cadillac Eldorado árgerð 1959 er til dæmis mjög listrænn bíll á alla vegu.  Hann hefur á sér ugga sem þjóna engum tilgangi öðrum en að líta vel út - og útlit þeirra vísar til flugvéla annars vegar, og svo löngunar bandaríkjamanna til þess að komast út í geim á einhverjum Tinna-eldflaugum.

1969-1989 módelin af Lincoln voru í Nýklassískum stíl - grillið var sérstaklega áberandi líkt Meyjarhofinu í Aþenu.  Til að leggja frekari áherzlu á það, voru allar línur mjög beinar, og öll hlutföll bara fyrir útlitið.

FMC datt hinsvegar aldrei í hug að gera neitt meira úr þessu - eins og td að bæta við jónískum súlum eða vísunum í spartverska hjálma.  Sem hefði verið töff.

Chrysler hafa alla tíð verið til í ýmsar listrænar tilraunir - skemmst er að minnast PT cruiser, sem er einskonar súrrealískur referens til ökutækja löngu horfins tíma.  Ökutækja sem enginn sem hefur prófað saknar reyndar.

Chrysler hafa annars alltaf verið meira abstrakt.  Í kringum 1970 voru þeir mikið fyrir að fela framljósin.  Það hafði engan tilgang, þannig lagað.  Þau þóttu bara ekki falleg.  Svo var á sama tíma það sem var kallað "fuselage styling," sem var vísun til flugvélaskrokka.

Það er ekki furða að flestir reyni að stæla kanann.  Þeir eru nefnilega svo fjandi listrænir í sér, þó enginn vilji kannast við það. 

Frakkinn fer svo sínar eigin leiðir.

Citroen voru til dæmis hannaðir þannig að .eir skutu gel-kubb með riffli, og formuðu svo bílinn í samræmi við holrúmið sem myndaðist.  Eða svo segir sagan.

Og svo voru Peugeot 504.  Það þarf enginn að segja mér að sá bíll hafi verið hannaður af einhverjum spartverja. 


mbl.is Bílar sem eru listaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eign­ar­haldið yrði hjá borg­inni"

Hvers vegna?

Getur KSÍ ekki bara byggt þetta sjálft, átt þetta sjálft, og hirt ágóðann, ef einhver verður? 


mbl.is Tillaga að þjóðarleikvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði

Það má vel skilgreina klám sem listform.

Af hverju ekki? 


mbl.is List eða klám?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband