Svo margt til að hafa ekki áhyggjur af

„Fremsta skylda stjórn­valda er að verja ör­yggi ís­lenskra borg­ara

Er það?  Eru þau að því? 

og það er við stærri ógn­ir að etja en nokkru sinni fyrr því miður,“

Hverjar?  Segið nú frá. 

Isis hryðju­verka­sam­tök­in sem ógna heims­firði nú um stund­ir

Þeir hlægilegu vitleysingar?  Kanntu annan?  Ég, þú, mamma þín og gaurinn í næsta húsi gætum rekið þá í burtu með þeim vopnum sem ég get reddað á korteri.

og reyndu að nota­færa sér ís­lenska land­slénið is,

Til að drepa fólk með vúdú í gegnum internetið. 

Þá sagði hún mik­il­vægt að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann, og benti á skotárás­ina í kanadísku borg­inni Ottawa í gær, þar sem skot­um var hleypt af í og við kanadíska þingið.

Eigum við að fara í baklás út af einum geðsjúkum dópista í útlandi? 

Árás­in átti sér stað nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að kanadísk stjórn­völd ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðju­verka­árás í land­inu.

Þeir voru greinilega engu bættari með það. 

Fyrr í þess­um mánuði greindu kanadísk stjórn­völd frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Banda­rík­in leiða, gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslam í Írak.

Þeir verða að hreyfa herinn, annars enda þeir eins og þjóðverjar. 


mbl.is „Getum ekki stungið höfðinu í sandinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrar

46.000 kr stykkið.  Það er góður díll fyrir svona græju.

Þá eru einhverjar ríkisstofnanir sem sagt komnar með 400 vélbyssur.

Gæslan ætlar væntanlega að nota þær á sjóræningja.  (Eða nota þær í svona angel-pose eftir að sjóræningjar eru farnir...)

...

Næst ætla þeir að segja okkur að spitalarnir hafi keypt helling af eiturlyfjum. 


mbl.is Gæslan keypti hríðskotabyssur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband