Hvernig finna þeir út þessi slæmu áhrif?

Spurt er:

Hvort ætli teikni­mynd sem fjall­ar um talandi dýr eða blóðug hryll­ings­mynd sé skaðlegri börn­um?

... er nú að reyna að rifja upp hvenær ég sá seinast hryllingsmynd sem var blóðug...

Hmmm...

Telst Watership Down vera hryllingsmynd?  Það er örugglega teiknimynd.  Og blóðug.  Og hryllileg.

Flest­ir myndu giska á að hryll­ings­mynd sé mun skaðlegri börn­um held­ur er sak­laus teikni­mynd.

Þess vegna rannsaka menn hluti.  Til að skoða hvort svona staðhæfingar eru réttar eða ekki.

Ný rann­sókn bend­ir þó til þess að klass­ísk­ar teikni­mynd­ir geti haft jafn slæm áhrif ef ekki verri áhrif á börn held­ur en hryll­ings­mynd­ir sem ætlaðar eru full­orðnum.

... það er eins gott að þetta verði gott.

Niður­stöður þess­ar­ar nýju rann­sókn­ar sýna fram á að per­són­ur teikni­mynda fyr­ir börn eru tvisvar sinn­um lík­legri til að deyja held­ur en per­són­ur í hryll­ings­mynd­um.

... það er skaðlegt börnum vegna þess að...?

Í niður­stöðunum, sem birt­ust í lækna­tíma­rit­inu Brit­ish Medical Journal, er teikni­mynd­in Find­ing Nemotek­in sem dæmi en þar er móðir aðal­per­són­unn­ar étin lif­andi á fyrstu mín­út­un­um.

Sem hafði þau skaðlegu áhrif að...

Þeir sem þekkja teikni­mynd­irn­ar um Pochahontas, Litlu haf­meyj­una og Pét­ur Pan minn­ast þess þá kannski að þar koma byss­ur og önn­ur vopn við sögu.

Ef tilvist skotvopna í barnaefni hefur slæm áhrif á börn held ég að við megum öll vera sátt við að allir eru löngu búnir að gleyma Roy Rogers.

Helstu verk John Wayne eru líka mjög barn-væn.  Ég get mælt með "Brannigan."  Sú mynd er bara góð ef maður er yngri en 15.  Þá er hún frábær.

Colm­an seg­ir þær teikni­mynd­ir sem hafa náð hvað mest­um vin­sæld­um frá ár­inu 1937 til árs­ins 2013 gjarn­an ein­kenn­ast af of­beldi og morðum.

Voru þær ekki flestar byggðar á klassískum bókmenntum?  Grimms-ævintýrum?  H.C Andersen osfrv...

Selurinn Snorri er svolítið brútal fyrir yngstu krakkana.  Svona talandi um bókmenntir.

Heimurinn var bara virkilega ofbeldisfullur staður þegar heimsbókmenntirnar voru skrifaðar.  Sérstaklega Grimms-ævintýri.  Þau gengu beinlínis út á að segja krökkum frá því, svo þau yrðu síður hissa.

Pró­fess­or­inn Kirk­bri­de vill þá benda á að þetta of­beldi sem börn­in sjá á hvíta tjald­inu geti haft var­an­leg áhrif á þau.

Hver eru þau?  Hver er niðurstaða tilraunanna?  Komust þeir að einhverju?  Hverju?

Hér er mikið ýjað að hlutum, en ekkert sagt.


mbl.is Dráp og ofbeldi einkenna klassískar teiknimyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband