Þetta hefur greinilega verið að malla lengi

Þetta er náttúrlega fjölmenningarsamfélag.  Þau eru svona.  Eða það er svona.  Ég get ekki bent á annað.

"Lög­reglu­menn í Banda­ríkj­un­um verða mun fleira fólki að bana á hverju ári en í öðrum vest­ræn­um ríkj­um. Í Kan­ada eru til­fell­in á ann­an tug á ári en í Bretlandi var eng­inn skot­inn til bana af lög­reglu í fyrra."

Eru í Kanada heil hverfi þar sem búa bara varanlega fátækir?

Og það eru mjög fáar löggur með byssur í Bretlandi, þó þeim megi sjá bregða fyrir í London.  Sérstaklega kringum höllina.

Svo er lögreglu-batteríið í USA áberandi öðruvísi en allstaðar annarsstaðar í heiminum.  Lögin eru öðruvísi, menningin er öðruvísi.

"á sjö ára tíma­bili hefðu hvít­ir lög­reglu­menn banað svörtu fólki um 96 sinn­um á ári að meðaltali."

Sem vekur upp spurninguna: hversu mörgum káluðu svartar löggur?

"...lög­regluþjón­ar beiti reglu­lega harka­legu of­beldi vegna ófull­nægj­andi þjálf­un­ar og eft­ir­lits."

Þetta hefur líka eitthvað meða að gera mannskapinn sem velst inn.  Kannski eru kröfurnar bara ekkert meiri, eða bara þessir gaurar sem eru til í að vinna fyrir þennan pening.

Lögreglan er jú ekkert hálauna starf.

Og fólk heimtar alltaf fleiri löggur, meiri gæzlu.  Fyrir svipaðan pening.

Fólk hér er að biðja um eitthvað svona, það bara gerir sér ekki grein fyrir því.  Né mun það átta sig á því eftir að það hefur fengið það.

"Lög­regl­an mæti á staðinn með vopn­in á lofti til­bú­in til að drepa."

Og forvirkar rannsóknarheimildir.  Ekki gleyma þeim.

"Lög­reglu­menn ætl­ist einnig til þess að borg­ar­arn­ir hlýði skip­un­um skil­yrðis­laust, óháð aðstæðum."

Er það ekki þannig allstaðar?

"Í besta falli skap­ar það sam­fé­lög þar sem borg­ar­arn­ir neita að vinna með lög­regl­unni,"

Þetta er þegar að gerast.  Fólk hringir helst ekki í lögregluna vegna til dæmis bíla á hvolfi úti í vegkanti - nema það viti að það komist undan.

Það er ekkert grín að lenda í bandarísku lögreglunni.

 

"þar sem þeir eru frek­ar til­bún­ir að um­bera glæpi en að vinna með stofn­un sem legg­ur fæð á þá og kem­ur fram við þá eins og þeir séu ekki menn."

Íslenska ríkið í hnotskurn.  Síðan alltaf.


mbl.is Býður við rasisma í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband