Þeir misskilja:

"Þeir eru kannski að prófa ein­hver vopn en af hverju? Það er ekki vegna þess að þeir vilji heims­yf­ir­ráð og ekki vilja þeir fara aft­ur í stríð."

Hvar heyrðu þeir að NK stefndu á heimsyfirráð?  Hver sagði þeim félögum það?  Það hef ég aldrei heyrt. 

"Þeim er ógnað."

Nei.  Þessar ógnir þeirra eru til heimabrúks. 

"Þeim er ógnað vegna þess að Banda­ríkja­menn, Suður-Kór­eu­menn og Jap­an­ir eru með stríðsæfing­ar í kring­um landið þeirra í aug­sýn á hverju ári."

Það er vegna þess að þeir treysta NK jafn langt og þeir geta hent þeim.  Og Kínverjum, en þeir fara meira leynt með það.

"Þeim er enda­laust hótað og það sem er birt í er­lend­um frétt­um er 50% bull og 100% ýkt."

Karma. 


mbl.is Alveg bannað að krumpa foringjann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að hugsa:

Áður en þið lesið þetta, passið uppá að kveikja á heilanum og slökkva á tilfinningunum.

Tilbúin?

Okey: 

Hanna Birna lendir í því að einhver vinnufélagi hennar snowdenar upplýsingum frá henni, og allt verður vitlaust.

Það  er vegna þess að það er víst ólöglegt að opinbera það sem teljast vera persónuupplýsingar, sama hvernig, og Hanna ku bera ábyrgð á undirmönnum sínum.

Lögin eru ekki nákvæmlega þekkt almenningi, sem hefur almennt ekki nennt að fletta þeim upp.  Ekki hef ég nennt því.  Ekki veit ég hver viðurlögin eru skv lögum, og ekki þú heldur, grunar mig. 

Allt verður vitlaust á eftir.

Færeyskt fiskiskip bilar og verður að leggja að bryggju á íslandi.  Það hefur verið að veiða úr sameiginlegum stofni villidýra, sem gerir þann verknað ólöglegan.

Alveg örugglega ólöglegan. 

Hluti af viðeigandi lögum hefur verið birtur hér á MBL, og útskýrir allt vel.  Ekki veit ég samt hver viðurlögin eru skv lögum, og ekki þú heldur, grunar mig.

Allt verður vitlaust.

Munurinn er, að í fyrra skiptið vill fólk að meintur lögbrjótur taki einhverjum viðurlögum - en í seinna skiftið vill fólk að hafnaryfirvöld brjóti lögin beint.  Örugglega án viðurlaga.

Ég sé hér að fólk almennt sér ekkert athugavert við að brjóta sum lög.

Hvað kemur til? 


Bloggfærslur 30. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband