Hljómar vel

Kíki á þetta þegar tími er til, en:

"„Þetta frum­varp boðar nýja frjáls­hyggju­tilraun í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“"

Sem væri nýjung, vissulega.  Frjálshyggje hefur alltaf átt mjög erfitt uppdráttar hér á landi, síðan... alltaf. 

seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna,

Þar sem VG vite ekki merkingu orðsins "frjálshyggja," -og reyndar mjög margra annarra orða- veit ég ekki við hverju á að búast.  Hvað meinti hún? 

Fram kem­ur, að í fjár­laga­frum­varp­inu birt­ist áform rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks um að láta vel­ferðarsam­fé­lagið mæta af­gangi,

Það væri nú óskandi ef öll fjárlagafrumvörp væru byggða slíkum áformum. 

...draga úr sam­neysl­unni úr 28% í 24,5% af vergri þjóðarfram­leiðslu á fjór­um árum."

Mætti draga meira úr henni.

"„Þetta þýðir í raun að Ísland fær­ist úr flokki með Norður­lönd­un­um, þar sem sam­neysl­an er alls staðar um eða yfir 30%, yfir í hóp þjóða þar sem vel­ferðar­kerfið er mjög veikt,“ læt­ur Katrín hafa eft­ir sér í til­kynn­ing­unni."

Ég var búinn að impra á því að VG skilja ekki mörg orð...  

"virðis­auka­skatt­ur á mat, bæk­ur og ýms­ar nauðsynj­ar er næst­um tvö­faldaður. Þetta muni koma verst við lág­tekju­hópa og venju­leg­ar fjöl­skyld­ur, og alls óljóst hvaða áhrif svo­kallaðar mót­vægisaðgerðir hafi í því sam­bandi. "

1: mér skilst að lægsta VSK þrepið hækki úr 7% í 10%.  Það ku vera ~43%.  Það er ekki næstum tvöföldun. 

VG kann ekki heldur að reikna.

2: hverjar eru þessar mótvægisaðgerðir?

"Þing­flokk­ur­inn hef­ur einnig áhyggj­ur af litl­um metnaði til að bæta áfram af­komu rík­is­sjóðs frá þeirri síbatn­andi stöðu sem nú­ver­andi rík­is­stjórn tók í arf frá rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar.

Veruleikafyrrtir, kunna færri orð en páfagaukur, kunna ekki að reikna... VG í hnotskurn.

 "Sam­kvæmt frum­varp­inu verður tekju­af­gang­ur rík­is­sjóðs aðeins 0,2% af vergri þjóðarfram­leiðslu árið 2015 og 0,3% árið 2016,"

Ef allt gengur upp. 

en fyrri áætlan­ir höfðu gert ráð fyr­ir marg­falt meiri tekju­af­gangi.

Áætlanir... á hverju voru þær byggðar?  Draumórum?

Get gert betri athugasemdir eftir að ég hef rúllað yfir þetta plagg. 


mbl.is Frjálshyggjutilraun í fjárlagafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband