En þetta er að einhverju leiti þeim sjálfum að kenna

„Mis­skipt­ing auðs er mesta ógn við vel­ferð og lýðræði í heim­in­um. Rík­asti hluti ver­ald­ar­inn­ar verður sí­fellt rík­ari á kostnað hinna, líka hér á Íslandi,“ sagði Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag. 

Hann sagði í umræðum um störf þings­ins, að und­an­förn­um ára­tug hafi rík­asti hluti Íslend­inga verið að eign­ast enn stærri hluta af kök­unni en hann átti fyr­ir.

Það sem vantar er að skýra hvrnig það gerðist.  Mig grunar að ég viti það.

„Það er nú þannig að eitt pró­sent Íslend­inga á 23% af eign­un­um í land­inu meðan 75%, eða 3/​4 hlut­ar fram­telj­enda, eiga 27% eða rétt um það bil svipaðan hlut af kök­unni og rík­asta eitt pró­sentið.

Var 17%.  Mig vantar að komast að hvernig þessi auka auður varð til - ef hann þá varðt til.  Það hefur nefnilega ekki verið sýnt frammá að heildar-auðurinn hafi ekki bara einfaldlega dregist saman.

Þeir ríku eru nefnilega, í peningum talið, ekkert svo miklu meira virði nú en áður.  Það er frekar eins og allir hinir hafi orðið fátækari.

Hafa ber hér í huga líka að ágætlega stór hluti millistéttarinnar flutti af landinu 2009-2012, og slíkt hefur áhrif.

Það versta er að það Alþingi sem nú sit­ur, meiri­hlut­inn á Alþingi hef­ur ekk­ert gert annað en að auka á þessa mis­skipt­ingu,“ sagði Helgi.

Einmitt, rifjum aðeins upp: man einhver eftir "auðlegðargjaldinu?"  Þið vitið, skatti á allar eignir yfir, mig minnir 90 milljónum?  Nota bene, eignir, ekki tekjur.  Þannig féfletti ríkið sæmilegan slatta af fólki sem átti hús og aðrar eignir sem það hafði eignast með vinnu, árum saman.

Þar með stuðlaði ríkið að auknu bili milli þeirra sem eru raunverulega auðugir og hinna, sem eru það ekki.  Vinstri stjórn, meira að segja.

Hann bætti við, að all­ar aðgerðir stjórn­ar­meiri­hlut­ans hefðu mark­visst miðað að því að lækka skatta á rík­asta eitt pró­sentið en auka byrðar þeirra sem væru neðst sett­ir.

Hmm... orð dagsins er "sykurskattur."  Á morgun skulum við rifja upp orðið "kolefnisgjald."

Þannig hefði hann sér­stak­lega létt auðlegðarskatti af rík­ustu sex þúsund heim­il­un­um í land­inu,

Eins og ég benti á hér að ofan, eru það eignir, ekki nauðsynlega tekjur.

„Meiri­hlut­inn boðar núna að af­nema há­tekju­skatt­inn og hygla þannig enn og aft­ur rík­asta hluta Íslend­inga,

Þar talar maður sem hefur sennilega aldrei þurft að vinna handtak um ævina.  Hátekjuskatturinn er settur allt of lágt, svo almennir verkamenn lenda stundum í að þurfa að greiða hann - en bara stundum.

Og við hér í fiskvinnzlunni erum ekkert of hrifin af því.

hann hef­ur hækkað mat­ar­skatt­inn á lægst launuðu hóp­ana

Er hann þá að segja að þeir hæst launuðu þurfi ekki að borga VSK heldur?  Og hvernig, með leyfi að spyrja fara þeir að því?

um leið og hann hef­ur aflétt vöru­gjöld­un­um á flat­skjána og nuddpott­ana sem kem­ur auðvitað þeim best sem efnaðast­ir eru.

Og föt.  En við 99% göngum náttúrlega ekki í fötum, eða hvað?

Þetta er hættu­leg braut sem við erum á og við verðum að snúa af henni vegna þess að þessi mis­skipt­ing ógn­ar bæði hag­vext­in­um, vel­ferðinni í land­inu og lýðræði í okk­ar heims­hluta,“ sagði þingmaður­inn.

Mig grunar sterklega að það sé honum og hans fólki að kenna að

A: Hlutfallið er núna 23%, en ekki ~17% eins og áður,

og B: kúrfan er ekki meira aflíðandi.

Hættið að pönkast á millistéttinni.


mbl.is „Þetta er hættuleg braut sem við erum á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nú ekkert of lítið eftirlit fyrir...

Það er ágætt að fólk muni að leyniþjónustan vissi af og var að fylgjast með gaurunum sem skutu á Charlie Hebdo um daginn.

Eftirlitið var semsagt til staðar, og var vissulega að fylgjast með réttum mönnum.

Og hvernig virkaði það fyrir þá?


mbl.is Ætla að verjast hryðjuverkum af afli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband