Ritskoðun.

„Orð hafa áhrif og eru til alls fyrst. Ef við leyf­um niður­lægj­andi og meiðandi tón að grass­era í umræðunni fer hann að þykja sjálf­sagður og vinn­ur þannig gegn mark­miðum okk­ar um jöfn tæki­færi allra til þátt­töku í lýðræðis­legri umræðu.“

Og á þá að banna hann?  En lýðræðislegt.

„Við þurf­um einnig að ræða hvenær get­ur tal­ist nauðsyn­legt að tak­marka tján­ing­ar­frelsið

Í þeim tilgangi að gera áróður ríkisins áhrifaríkari?  Það er oftast tilgangurinn.

„Fjöl­miðlar end­ur­spegla ekki raun­veru­leik­ann“

Neibb.  Lestu bara MBL, það er hér fyrir framan þig.  Ekki beint í tengzlum við veruleikann, er það?  En svo versnar það bara... svo er Visisr, og Pressan...

„Fjöl­miðlar gegna hér lyk­il­hlut­verki. Þeir eiga að end­ur­spegla fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins,“ sagði Eygló

Ég hef fjölmiðla stundum grunaða um að vera með svona ethnic-krakka með sér til að nota í hver skifti sem þeir sýna myndir frá skóla-samkomum.  Gæti verið rangt, en samt...

Og merkilegt nokk, ég hef ástæðu til þess að ætla að ég sé ekki kaldhæðnasti maðurinn á svæðinu.

Kynjuð og stöðluð fram­setn­ing um kon­ur og karla og hlut­verk

... ha?  Gæti einhver þýtt þetta á íslensku?

„Ungt fólk virðist í mörg­um til­fell­um verða áþreif­an­lega vart við ójafn­rétti í sínu lífi

Þið verðir bara að sætta ykkur við ójafnrétti, það er allt hluti af því að búa í samfélagi, lýðræðisleg samfélög leyfa ekki eitt, einræðsissamfélög leyfa ekki annað.  Þannig er það bara.

Allt ykkur sjálfum að kenna.  Og þið munuð viðhalda því, og líka það. 

Smá ritskoðun mun ekki gera annað en að auka á misréttið.


mbl.is Ræða þarf takmörkun tjáningarfrelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband