Yrði það svo ódýrt?

...Varaþingmaður Pírata spurði sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra út í vænt­an­lega inn­reið mat­væla sem ræktuð eru á til­rauna­stof­um á allra næstu árum.

Björn Leví Gunn­ars­son, varaþingmaður Pírata, benti á að vís­inda­menn áætluðu að kjöt sem ræktað er á til­rauna­stof­umgeti orðið sam­keppn­is­hæft við nú­ver­andi fram­leiðslu á næstu tíu árum.

Gæti orðið.  Við eigum eftir að sjá það.

Af­leiðing væri sú að Íslend­ing­ar yrðu ekki að veiða fisk eða rækta dýr, aðeins þyrfti að rækta vöðva.

En hvað ef maður vill fá leður?  Kæmi það úr sömu maskínu?  Hvað með gelatín, og kalk og allan þann helling af auka-afurðum sem koma úr beljum en við hugsum aldrei um?

Allt framleitt á rannsóknarstofu líka?

Af hverju grunar mig að það verði ekkert ódýrara?

Í svari Sig­urðar Inga kom fram að ekki væri uppi nein vinna við að skoða þessa framtíðar­sýn þings­manns­ins og að hon­um hugnaðist hún ekki.

Auðvitað ekki.  Af ýmsum ástæðum:

1: tæknin er enn í þróun.   10 ár er sennilega bjartsýni í vísindamönnum.

2: þingmenn eru venjulega ekki inní tækni - svona almennt.

3: það tíðkast venjulega að bregðast við öllu svona eftirá.

Sagðist ráðherr­ann muna eft­ir að hafa séð álíka framtíðar­sýn í mynd eft­ir Woo­dy Allen þar sem fólk tók eina töflu sem matar­forða þess dags.

Það mun vissulega gera ofát mjög auðvelt.

Það viðhorf virðist ríkj­andi um all­an heim að mat­væli sem fólk fær séu heil­næm.

Í alvöru?  Þú segir ekki.

Björn Leví sagði að þess­ar tækni­fram­far­ir hefðu gríðarleg heil­næm áhrif í för með sér því ekki þyrfti að dæla miklu magni sýkla­lyfja í dýr,

Þú dælri þeim bara í einhvern vöðva í krukku í staðinn.

Halda menn kannski að vöðvar í krukku geti ekki smitast af pestum?

Gróðrarstí­ur flens­unn­ar, stór­ar verk­smiðjur, hverfi.

Eru stórar verksmiðjur gróðrarstía flensu núna?  Fréttir segir hann mér núna.

Magnaða og undarlega hluti heyrir maður núna af þingi.


mbl.is Vonandi bið í tilraunastofukjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband