Sumt bílarnir, sumt eigendurnir

Takið eftir þeim bílum sem ekki orsökuðu dauða.

Hverjir aka venjulega um á svona?


mbl.is Dauðsföllum á nýrri bílum snarfækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóti andarunginn varð loks að ljótum svan....

Fyr­ir alda­mót voru jepp­ar og aðrir fjór­hjóla­drifs­bíl­ar frek­ar ein­hæf fyr­ir­bæri og ekki mikið pláss fyr­ir nýj­ung­ar.

Ja...

Það var Lada Sport, sem færði okkur jeppa byggðan á fólksbíl - sjálfberandi grind.

Subaru færði okkur svo fólksbíl með alvöru torfærueiginleika.

Svo var þar áður Wagoneer, sem var upphafið að jeppa-sem-lúxusbíl fyrirbærinu sem tröllríður öllu núna.

Á eftir Wagoneer kom Ford Exploder... ég meina Explorer, sem færði okkur það sem alla langaði alltaf í: stóran, hægfara fólksbíl með enga aksturseiginleika og arfaslappa eldsneytiseyðzlu.

Hvað hefur svo gerst eftir aldamót?

...

Einhver?

Þetta hef­ur breyst mikið á und­an­förn­um árum, meðal ann­ars með til­komu kúpujeppa eins og BMW X6 sem kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið 2008.

Kúpujeppi?  What the fuck?

Reynd­ar var hann for­ljót­ur til að byrja með

Let's face it, hann er það enn.

260.000 slík­ir hafa selst síðan 2008.

Hver kaupir þetta eiginlega?

...nú er hægt að fá hann með ... búnaði sem keyr­ir bíl­inn sjálf­virkt í um­ferðaröngþveiti.

Illa líst mér á það.  Er ekki hægt að fá svona búnað sem forðar manni rá umferðaröngþveitum?

Þegar komið er í aft­ur­sæti kem­ur fóta­rými nokkuð á óvart

Já, það kemur enn alltaf á óvart ef það reynist pláss i aftursætum.

Þegar komið er að far­ang­urs­rými er það þokka­legt á alla kanta, nema niður.

Ha?

Það sem slær öku­mann­inn þó mest út af lag­inu er hversu út­sýni aft­ur er lé­legt og hef­ur und­ir­ritaður aldrei séð það jafnslæmt og í þess­um bíl, ekki einu sinni í Koenig­segg CCX.

Já... ég sé einmitt fyrir mér að næst fái ég mer annað hvort Hondu Accord, eða svona Koenigsegig...thingy... svona til að keyra í og úr vinnu og svona.... en fyrst það er ekki hægt að sjá neitt út um afturrúðuna þá er líklega bast að endurskoða það.

Feh...

Ef menn eiga paninginn, og vilja endilega kaupa BMW slyddujeppa, kaupið X5.  Það er bíll sem er þægilegt að keyra, þó hann sé svolítið boring, og nóg pláss allstaðar fyrir alla.


mbl.is Ljóti andarunginn orðinn stór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband