Dundum okkur við að reikna:

Fyrst finnum við bíl af handahófi, einn sem er hægt að fá hér á landi í gegnum umboð - Skoda?

Notum Skoda.

Ef við  hugsum nú um fólk í kringum okkur, þá er kurteislegast að aka ekki um á díselbíl, enda menga þær talsvert verr.

Það er vissulega *minni* mengun, en það er *verri* mengun - þetta er svona eins og munurinn á *mikilli* prumpulykt, sem er vissulega pirrandi, en skaðlaus að mestu, eða *smávegis* sarín-gas ilmi, sem er vissulega ljúfur, en bráðdrepandi.

Nú til dags er það þannig að á langkeyrzlu skiftir vélasstærð litlu.  Einu sinni var hún atriði - til dæmis eyddi Suzuki Swift með 1600 vél + sjálfskiftingu talsvert meira á langkeyrzlu en Jeep Cherokee með 4 lítra vél + ss.

Þá miðum við augljóslega við að raunverulegur normal maður af holdi og blóði hafi ekið bílnum í hvort skipti, en ekki einhver ímyndaður ídealmaður þriðja ríkisins.

Skoda Octavia er semsagt fáanleg með annaðhvort 1200 vél, sem er 105 hö, sem er ætlast til að dragi 1300 kg.  Þeir ljúga því fullum fetum að þetta farartæki eyði 4.9/100.

Tel ég það lygi, byggt á því að samkvæmt eigin mælingu eyða bæði Suzuki Swift & Fiat 500 8/100.

Svo sú tala er líklega nær raunveruleikanum.

Til þess að fá sama performans út Skoda með 1400 vél þarf svo ekki að pína hann jafn mikið, svo eyðzlan verður trúlega sú sama.  Og maður er ekki jafn líklegur til þess að drepa einhvern í tilraun til framúraksturs og í 1200 bílnum.

Verðmunur á slíkum bílum er svo 200.000 kr.

Á mánuði eru menn að borga af svona ~40.000 á mánuði, og borga þá væntanlega 5-10K í tryggingar, og... man ekki hve mikið í bifreiðagjöld, en hvað sem það er er það hverri krónu of mikið.

Þá verður maður að keyra minnst 100 km á dag til þess að bensin verði aðal útgjaldaliðurinn.  (MV 220 kr/l.)

Af 4.5 milljón króna bíl væru menn að borga ~50K á mánuði - sem er það sem góður rafbíll kostar.

Það er vissulega auka 10K, sem er nóg til að koma skoda 45 km.

Rafbíll er sem sagt talsvert ódýrari - en leynir aðeins á sér í því.

Sjáum til hve lengi það endist áður en ríkið finnur aðferð til þess að skemma það.


mbl.is Hóflega vélarstærð skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband