Þetta á sér einfalda skýringu

Greindarvísitala er athuguð með krossaprófi.

Þeir sem eru góðir í að taka krossapróf mælast með hærri greindarvísitölu en þeir sem eru það ekki.

Maður getur orðið betri í að taka krossapróf með æfingu.

Þair sem taka fleiri krossapróf hafa betri þjálfun í að taka krossapróf, vegna meiri æfingar.

Þá æfingu fær fólk í skóla.

"þeir sem höfðu al­ist upp hjá ætt­leiðing­ar­for­eldr­um sín­um voru með að meðaltali 4,4% hærri greind­ar­vísi­tölu.

Þegar hóp­ur ætt­leiðing­ar­for­eldra var svo kannaður kom í ljós að þeir for­eldr­ar voru að meðaltali eldri, menntaðri og bjuggu við betri kjör, bæði fé­lags­lega og fjár­hags­lega."

Svolítið klaufalega orðað, en: eldri menntaðari og ríkari foreldrar halda krökkum greinilega betur í skóla, að námi, sem þýðir: meiri þjálfun í að taka próf, og almennt meiri menntun - sem er alltaf betri en minni menntun.

Þetta gefur ekki til kynna grunn-getuna.  Bara að viss þjálfun hefur orðið.  Það er erfitt að verða gáfaður, en það gerir lífið auðvelt að vera gáfaður.


mbl.is Uppeldið áhrif á greindarvísitölu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband