Þetta verður stéttamerki í framtíðinni

Svipað og reykingar núna, giska ég á.

Ung­menn­um sem taka al­menn öku­rétt­indi strax við 17 ára ald­ur­inn fer fækk­andi, en um 70 pró­sent af ár­gangi taka nú bíl­próf sam­an­borið við 85 pró­sent um alda­mót.

Rúnturinn heillar á ekki lengur?

Sennilega ekki.

Mbl.is fór á stúf­ana og talaði við bíl­prófs­lausa nem­end­ur Mennta­skól­ans í Reykja­vík um það hvers vegna þeir tóku prófið ekki á rétt­um tíma.

Er réttur tími?  Ekki tók ég prófið alveg strax.  Það var ekkert mjög aðkallandi - allt var einhvernvegin innan göngufæris.

Þetta verður mjög mikilvægt þegar maður fer til Reykjavíkur.

Ástæðurn­ar voru mis­jafn­ar, en þó virt­ist leti og gleymska spila inn í hjá mörg­um.

Alzheimerinn kemur sterkur inn, og snemma.

Þá nefndu nokkr­ir að þörf­in fyr­ir bíl­próf væri ekki mik­il þar sem vin­ir og ætt­ingj­ar væru dug­leg­ir að skutla auk þess sem al­menn­ings­sam­göng­ur væru ágæt­is ferðamáti.

Núna já.  En hvað með seinna?  Það er ekkert alltaf hægt að vera baggi á vinum og ættingjum, og SVR er sá vafasamasti ferðamáti sem ég hef kynnst.  Sérstaklega undanfarin 3-4 ár.

Bíl­prófið kost­ar 220 þúsund krón­ur að lág­marki

Það er okur.

Hlut­deild vist­vænna sam­gangna hef­ur auk­ist tölu­vert í Reykja­vík und­an­far­in ár

Bíllinn minn er mjög vistvænn.  Hann gefur nefnilega frá sér svo mikið CO2.

... og æ fleiri bíl­stjór­ar og farþegar velja frem­ur ganga eða hjóla á ferðum sín­um um borg­ina.

Kannski eru það ekki "bílstjórar" & "farþegar," heldur allt þetta lið sem velur að taka ekki bílpróf annars vegar, og hinsvegar liðið sem finnur engan til að skutla sér.  Sem er sami hópurinn.

Arn­ór Bragi Elvars­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands, seg­ir breyt­ing­una ekki óeðli­lega þar sem ungt fólk átti sig á því að aðrir val­kost­ir standi til boða en einka­bif­reiðin.

Ég bíð eftir að þau fari að eignast börn.  Það verður áhugavert.

„Sú vit­und­ar­vakn­ing hef­ur vissu­lega átt sér stað, enda löngu orðið ljóst að það er ekki sjálfsagt að ungt fólk eigi bíl, hvort sem ástæðan sé að einka­bíll­inn höfði ekki til ungs fólks eða það að nem­end­ur hafi ekki nóg á milli hand­anna til þess að reka bíl­inn,“ seg­ir hann.

Samspil beggja, kannski.  Eins og ég sagði í upphafi, þetta verður vísbending um staðsetningu í stétt.  Lægra settir verða ekki með bílpróf, og verða því ekki  eins hreyfanlegir og háðari öðrum.

Arn­ór bend­ir á vefsíðu FÍB þar sem fram kem­ur að kostnaður við ódýr­asta bíl­inn sé rúm­lega 1,2 millj­ón­ir á ári,

Ég fékk út miklu lægri tölu.

en á sama tíma geri fram­færslu­grunn­ur LÍN aðeins ráð fyr­ir 79 þúsund krón­um í ferðakostnað á ári.

Lín er heldur ekkert í neinum tengzlum við raunveruleikann.  Einhver segi þeim að það er ekki lengur 1995.

Þá bend­ir hann á að með átök­um eins og Hjólað í Há­skól­ann sé vel hægt að sjá mik­inn áhuga nem­enda á því að leggja einka­bíln­um og hjóla, en um 3.700 nem­end­ur HÍ skráðu sig til leiks í átak­inu sem stóð frá 23.-26. mars sl.

Sem virkar fínt meðan þú þarft ekki að skutla krökkum.  Kannski er framtíðin heimavinnandi húsmæður?  Nema til standi að koma öllum krökkum í skóla/aðra hluti innan göngufæris?

Það verður þá að gerast í öllum hverfum, annars verður vesen.


mbl.is Tóku ekki bílprófið vegna leti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband