Það var og.

Vís­inda­menn urðu í fyrsta sinn vitni að því að ís­birn­ir legðu sér höfr­unga til munns á Norður­skaut­inu í apríl 2014. Talið er að ástæðan sé hlýn­andi veðurfar á svæðinu...

Förum yfir það rökrétt:

Talið er, að ástæða þess að vísindamenn sáu ísbjörn borða höfrung í fyrsta sinn er að aldrei hefur verið nógu gott veður fyrir vísindamennina að sjá þá stunda slíkt?

En svo heldur þetta áfram:

...og bráðnun íss hafi neytt ís­birni til þess að veiða dýr sér til mat­ar sem þeir hafi ekki áður gert.

Eða: vísindamenn hafa aldrei áður séð hluti sem þeir hafa aldrei áður séð.

Gerist.  Það fylgir því að stunda vísindi.

Fram kem­ur í frétt AFP að ís­birn­ir veiði sér aðallega seli til mat­ar.

Aðallega.  Í raun borða þeir allt.  Og ég meina *allt.*  Það er eins og spurningin: af hverju borða ísbirnir ekki mörgæsir?

Vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að þeim, það er þess vegna.

En vegna hlýn­andi verðurfars hafi ýms­ar teg­und­ir leitað norðar sem ekki hafi verið þar áður eða ekki í mikl­um mæli.

Það er ég viss um að þær hafa gert áður - sem tegundir.


mbl.is Ísbirnir farnir að éta höfrunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti hún að aukast?

Seg­ir í niður­stöðunni að í þeim ríkj­um þar sem kanna­bis var lög­leitt í lækn­is­fræðileg­um til­gangi hafi neysla efn­is­ins þegar verið hærri en ann­ars staðar. Hins veg­ar hafi lög­leiðing­in sjálf ekki leitt til auk­inn­ar neyslu.

Allir sem vildu vera skakkir voru það þegar.

Bann leiðir ekkert sjálfkrafa af sér að fólk fari eftir banninu.  Heimurinn virkar ekki annig, þó sumir virðist halda það.

„Þetta vek­ur samt að ein­hverju leiti upp aðrar áhyggj­ur, því kanna­bis hef­ur skaðvæn áhrif...

... hvaða part af þeirra eigin niðurstöðum skildu þeir ekki?

Hlutann þar sem lögleiðing eða bann hefur engin áhrif?  Eða eitthvað sem ég kem ekki auga á?  Halda þeir kannski að löglegt kannabis hafi verri áhrif en ólöglegt?

...og það ætti að vera al­gjört for­gangs­atriði að kom­ast að því hvað það er sem leiðir til neyslu ung­linga á efn­inu,“ seg­ir Hasin.

1.3% þýðisins (að heimsmeðaltali) er bara svona innstillt.

Í yngstu hóp­un­um kom í ljós að neysl­an dróst sam­an í þeim ríkj­um þar sem kanna­bis var lög­leitt.

Ekki spennandi lengur?  Endorfínvíma er líka víma.

Tel­ur Hasin ástæðuna vera að það séu minni lík­ur á að yngstu ung­ling­arn­ir geri sér grein fyr­ir því að kanna­bis sé einnig notað í öðrum til­gangi en lækn­is­fræðileg­um.

Er það ekki að vissu leiti læknisfræðilegur tilgangur að dópa sig upp?

Þetta eru nákvæmlega sömu niðurstöður og fengust eftir að áfengisbanninu var aflétt.  Skiftum bara X fyrir Y, og allt er eins.

Valdstjórnarhyggjan er skaðlegri en eiturlyf.


mbl.is Neysla eykst ekki við læknisfræðilega lögleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þá alveg eins og 5th gear

En hver veit?


mbl.is Kona í nýja Top Gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband