Eðlileg þróun er alltaf áhyggjuefni, eins og allt annað

Panfóbían lætur ekki að sér hæða.

Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir að Danska þjóðarflokkn­um hafi tek­ist að breyta stjórn­mál­un­um í Dan­mörku þannig að umræðan hverf­ist nú utan um þeirra mál­efni.

Þeir eru greinilega með langbesta PR teymið.

Reynda veit ég mest lítið um þá, annað en að Danirnir eru að fíla þá núna.

Stóru flokk­arn­ir hafi hætt að mæta mál­flutn­ingi flokks­ins með kröft­ugri and­stöðu, held­ur tekið mál­flutn­ing­inn bók­staf­lega upp að stór­um hluta til.

Þeir hafa séð að hann selur.

Ei­rík­ur seg­ir [...] að niðurstaða dönsku þing­kosn­ing­anna sé mjög af­ger­andi, þó svo að hún sé sumpart mót­sagna­kennd.

Skýrðu nánar.

„Hún staðfest­ir þróun sem hef­ur verið í dönsk­um stjórn­mál­um í yfir nokkra ára­tugi, þar sem þau hafa verið að fikra sig inn í að hvíla mjög skýrt á þjóðern­is­hug­mynd­um, and­stöðu við inn­flytj­end­ur og áherslu á menn­ing­ar­lega eins­leitni.

Ja, þeir hafa verið að læra af reynzlu.  Sem er framandi hér um slóðir.  Hér lærir aldrei neinn af reynzlu, hvorki sinni eigin né annarra.  Von að mönnum bregði við þvílík undur.

Hann seg­ir einnig mjög eft­ir­tek­arvert að Danski þjóðarflokk­ur­inn hef­ur náð að leiða stjórn­má­laum­ræðuna í Dan­mörku und­an­geng­in ár, en fyr­ir um fimmtán til tutt­ugu árum þótti boðskap­ur hans óboðleg­ur í siðaðri stjórn­má­laum­ræðu, ef svo má segja, og aðrir stjórn­mála­flokk­ar kapp­kostuðu við að benda á það sem þætti óboðlegt í mál­flutn­ingi flokks­ins.

Þeir verða bara að fara að stunda realpolitik.  Það er ekkert alltaf hægt að búa í fantasíuheimi, þó það hafi gengi upp undanfarin 30 ár eða svo.

Svo endurtekur hann sig...

Dönsku kosn­ing­arn­ar marka áfram­hald á ákveðinni þróun á Norður­lönd­un­um sem hef­ur stig­mast að miklu leyti und­an­far­in í ár og felst í upprisu hægri­flokka sem eru á móti inn­flytj­end­um. (sic)

Já, magnað að vinstriflokkar sem eru á móti innflytjendum skuli ekki stækka líka.  Þeir voru svona líka helvíti vinsælir hér í denn.


mbl.is Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissulega ein leið til að halda verðinu uppi

Maður veltir fyrir sér fyrir hverja þeir eru að vinna, þessir umhverfisverndarsinnar.


mbl.is Mala fílabeinsstyttur niður í duft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband