Ef þessi sænska leið er svona frábær, af hverju ekki nota hana meira?

Ég meina þá til dæmis í hinni endalausu baráttu við eiturlyfjaneytendur?

Það væri þá til dæmis ofsalega sniðugt að gera eiturlyfjasölu löglega, en það að kaupa eiturlyf ólöglegt.

**

En að allri alvöru slepptri:

"Fríða (formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands) seg­ist ekki átta sig á því hvernig Am­nesty hygg­ist út­færa vænd­is­markaðinn, eða hvernig sam­tök­in sjái fyr­ir sér að hann verði."

Vill einhver segja Fríðu formanni Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands að Amnesty hafi engin ítök í undirheimum, og hafi þess vegna engin völd til þess að útfæra vændismarkaðinn.


mbl.is Vændi nær þrælahaldi en starfsgrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband