Annað hvort mengar bíllinn lítið, eða eyðir litlu

VW fann greinilega leið til að gera bæði: menga lítið fyrir eftirlitið, eyða litlu fyrir eigandann.

Þetta virkaði vegna þess að eftirlitið mældi bara vissan hluta mengunarinnar.

(Þetta er hægt.)


mbl.is Winterkorn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðiskoðun!

Góð hugmynd, loksins að einhver framkvæmdi hana.


mbl.is Stoppuðu hvalveiðibát með farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki hafa þjóðaratkvæðagreiðzlu um það?

Það er ótækt að eitthverjir minnihlutahópar stjóri öllu.


mbl.is Vilja að stjórnvöld taki á móti fleirum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú víst.

Pönslænið er: "... en vesturbakkinn..." eða eitthvað þvaður sem kemur RKV ekkert við.

Alveg sama hvað:

Mál dagsins: "Við þurfum að moka snjó af götunum."

Svar: "...en vesturbakkinn?"

Mál dagsins: "Reykjavík er að verða gjaldþrota!"

Svar: "Börn deyja í Palestínu!"

Mál dagsins: "Fólk kvartar vegna þess að sorp er ekki fjarlægt nógu oft."

Svar: "stjórn­mál er stund­um dauðans al­vara eins og og á Vest­ur­bakk­an­um og Gaza-strönd­inni."


mbl.is Stjórnmál ekki grínþáttur eða uppistand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaut að koma að því

Á endanum getum við ekki stundað viðskipti við neinn.

Ekki einu sinni Færeyinga, vegna þess að þeir stunda hrefnuveiðar, og þær eru móðgun við góðvini okkar, Sea Shepherd samtökin.


mbl.is Vill sniðganga vörur frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætlar að þvinga þau?

„Ekk­ert ríki hef­ur rétt til þess að neita,“ sagði Jean Assel­born, ut­an­rík­is­ráðherra Lúx­emburg,

Jú víst, segi ég.

Ríki, verandi sjálfstæð, hljóta að hafa hvert sinn rétt til að játa eða neita hverju sem þeim dettur í hug, hvað sem einhverjum gjörræðistilurðum einhverra lúxemborgara líður.

Haft er eft­ir Assel­born á frétta­vefn­um EU­obser­ver.com að eft­ir sem áður verði rík­in fjög­ur að fram­fylgja ákvörðun­inni.

Sorrý, en hann hefur ekkert um það að segja.  Nema að sjálfsögðu hann geti hótað þeim loftárás.

Getur hann það?

„Ég ef­ast ekki um að þau [rík­in sem lögðust gegn samþykkt­inni] eigi eft­ir að fram­kvæma þess­ar ákv­arðanir að fullu í sam­ræmi við lög Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir Assel­born. 

Í trássi við þeirra eigin lög?  Í hvers valdi? 

Evr­ópu­sam­bandið er sakað um að bregðast ekki nógu hratt við. Því þurfi að samþykkja þessa áætl­un.

Bullshit. 

Frans Timmerm­ans, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, lét þau orð falla eft­ir fund­inn að hann myndi sjá til þess að rík­in fjög­ur fram­fylgdu ákvörðun­inni.

Svo hann hefur vald til að senda herinn...

Ef þau gerðu það ekki gæti komið til þess að gripið yrði til viður­laga. 

Áhugaverðir tímar.


mbl.is „Ekkert ríki getur neitað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband