Stórmerkilegt

1: Vissi ekki að á 39 árum væru rétt innan við 6 mænuskaðar á ári.

2: datt svosem í hug að margir af þeim væru hesta-tengdir, en hafði ekki nákvæmlega töluna.  Hef hana nú!  Og hún er frekar há miðað við hlutfall hestamanna af heild og "ekna kílómetra."

3: 9% ná fullum bata !!!  Það hefði mér aldrei dottið í hug.

Svolítið spes að halda ekki utanum tölur um hve margir voru í beltum.  Kaninn hefi gert það - en kanar eru náttúrulega nördar heimsins.

Við vitum svosem af hverju mánusköðum í bílslysum fækkar - bílar eru ekki jafn valtir nú og áður.

Einfalt.


mbl.is Bílveltur helsta orsök mænuskaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigurnar halda niðri meðalaldrinum

Hmm... mínir bílar, frá því að ég keypti þá, hafa verið 15.4 ára.  Grunar að það sé nokkurnvegin meðalaldurinn, án leiganna.

AMK lítur það þannig út ef ég rölti um hverfið.

Það hefur enginn efni á nýjum bíl - þeir kosta.  Lágmarks bíll virðist vera 2.5 (Suzuki Swift, Opel something og sennilega eitthvað annað.)  Fyrir 5 og uppúr færðu svo ágætis (ef ljótan)jeppling.

Við framleiðum þetta ekki, og það eru hellings vextir.  Hvaða tekjur halda menn eiginlega að við höfum?

Til frekari skelfingar, þá taka alltaf aðeins færri bílpróf, sem hefur í för með sér áhugaverðar og skaðlegar aukaverkanir, eins og td þær að nú er farið að vanta mannskap með lyftarapróf.


mbl.is Bílaflotinn tekur að yngjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband