Má selja eins marga þræla og maður vill ef maður bara gefur þeim að borða þar til þeir seljast?

"Það má í raun vera með fólk á heim­il­inu hjá sér í vinnu ef fólk­inu er boðið frítt fæði og hús­næði, jafn­vel þótt greiðslur fari til þriðja aðila."

Au pair, semsagt?

"Þrátt fyr­ir aug­ljós­ar vís­bend­ing­ar sem bendi til man­sals þá sé þetta ekki man­sal."

Það ætti að vera augljóst.  Hvernig getur þrælamarkaður flogið svona undir radar?  Einhver hlýtur að verða var við stanslaust rennirí af nýjum þærlum, eða mö0num eða hvað sem þið viljið kalla þetta, og eitthvert fara þessir þrælar.  

Nema þeir séu hreinlega étnir.  Hvað veit maður?

"Hún seg­ir að meg­inniðurstaðan í rök­stuðningi sak­sókn­ara um að fella man­sals­hlið máls­ins niður sé að deilt sé um hversu vinnu­fram­lag kvenn­anna sé mikið og þá hafi kon­urn­ar fengið frítt fæði og hús­næði þar sem þær bjuggu og störfuðu."

Allt í lagi... það eru þarna tveir þrælar.  Sem var haldið af einhverjum gaur.

Augljóslega verður að gefa þrælunum að borða, svo þeir svelti ekki - þrælar eiga það víst alveg til, hef ég heyrt.

Ef þeir geta ekki fundið kauoandann, þá verða þeir að fella mansalsmálið niður.

Ekki held ég hinsvegar að þrælahald sé löglegt hér á landi, og mætti athuga að dæma fyrir það í staðinn.

"Þá hafi verið greitt fyr­ir störf annarr­ar kon­unn­ar með greiðslum er­lend­is."

Greitt með greiðzlum, já... það var og.

"Þeir fjár­mun­ir hafi þó ekki farið til kon­unn­ar sjálfr­ar."

Fjölskildu?  Starfsmannaleigu?

"Hún seg­ir aft­ur á móti klárt hjá sér að um man­sal hafi verið að ræða í skiln­ingi lag­anna."

Hver er lagaskilgreiningin á þrælasölu?  Eitthvað annað en viðskipti með fólk?

"Ein skil­grein­ing á man­sali sé meðal ann­ars sú að ein­hver nýti sér bága aðstöðu ann­ars og að ekk­ert sé borgað beint."

Nei, skilgreiningin á mannsali er að einhver frelsisvipti annan og selji hann þriðja aðila fyrir pening.

Ef lögin segja annað, bendir það til þess að löggjafinn skilji ekki orð.

Sem ég yrði reyndar ekki hissa á.  Löggjafinn hefur aldrei verið yfriburðagáfum gæddur.  Eða nokkrum.


mbl.is Ekki mansal vegna frís fæðis og húsnæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn næst

Ég sé fyrir mér í anda athugasemdakerfið í DV:

"Spilling!"

"Fuss!"

"Svei"

Og svo framvegis.

Fyndnast af öllu væri ef það gengi upp hjá þeim að mynda stjórn.


mbl.is Birgitta skilar umboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband