Missir í þeim

*Aðal­fund­ur Hægri grænna samþykkti ein­róma á aðal­fundi sín­um í dag að leggja flokk­inn niður og ganga til liðs við ný­stofnaðan stjórn­mála­flokk, Íslensku Þjóðfylk­ing­una.

Gátu þeir ekki valið aðeins minna krípí nafn á þennan flokk sinn?

*Í­Þ vill m.a. standa vörð um sjálf­stæði Íslands, taka upp rík­is­dal og hafn­ar hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi.

Skifta út einni krónu fyrir aðra eins...

*Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur Ísland úr Schengen,

Ágæt hugmynd.  Nema við viljum að Grikkir ráði því hverjir komast hingað.

*stór­efla lög­gæslu,

Þeir eru ekki að skora nein stig fyrir þá hugmynd hérna megin.  Til hvers?  Hverju á það að skila?

*al­menna skulda­leiðrétt­ingu

Þætti gaman að sjá áætlunina.

*en er al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi.

Það er vit í því.

*Það eru marg­ir ekk­ert ánægðir með hvernig fjár­mála­kerfið hef­ur yf­ir­tekið þjóðfé­lagið.

En það kaus fólk.  Vísvitandi.  Fólk vill ekki sjá frjáls viðskifti.

*Það eru marg­ir eru held­ur ekki ánægðir með það hvernig það virðast vera lausa­tök á t.d. þess­um flótta­manna­mál­um.

No shit?  Ég hef ennþá ekki hitt neinn sem skilur hvað ríkið er að pæla.  Hef heyrt af fólki sem vill hafa þetta svona, en aldrei hitt það.

*Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af því að það verði ann­ar skell­ur hérna,“ seg­ir Helgi... 

Ég er hissa á að hann skuli enn ekki hafa komið.

*Grunn­stefna flokks­ins er ein­stak­lings­frelsi, tak­mörk­un rík­is­af­skipta, gagn­sæ­an sjálf­bær­ann rík­is­rekst­ur (báknið BIRT), beint lýðræði, nátt­úru­vernd, friðsöm og hafta­laus milli­ríkja viðskipti.

Flest frekar nýir og framandi hlutir hér á landi.  Þeir keppa við pírata í beina lýðræðinu, alla hina flokkana í náttúruvernd.  Allt hitt eru nývirki.

*Mál­efni ör­yrkja og aldraða eru ætíð í fyr­ir­rúmi og stefnt skal að út­rým­ingu fá­tækt­ar á Íslandi,“ seg­ir í grunn­stefn­unni.

Þetta held ég að sé í grunnstefnu allra.  Í praxís er stefna allra að stuðla að örorku og viðhalda fátækt.  Viljandi eða fyrir heimsku sakir, veit ekki hvort.

*Þá vill flokk­ur­inn stór­efla lög­gæslu, land­helg­is - og toll­gæslu og auka þátt­töku Íslands í eig­in vörn­um.

Þetta er það sem ég set mest fyrir mig.

Fyrir mæer mega þeir draga enn meir úr löggæzlu, leggja tollinn niður og senda alla í landhelgisgæzluna, sem er alveg í svelti núna.

*Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur upp­töku nýrr­ar mynt­ar (rík­is­dal) sem tengd verði Banda­ríkja­dal og af­nám verðtrygg­ing­ar.

Þá þyrfti hagstjórnin að vera góð hérna.  Sem hefur ekki verið raunin nokkurntíma. 

*Einnig vill flokk­ur­inn að regl­ur um fjár­mála­fyr­ir­tæki verið stór­hert­ar

Harðar reglur, eða góðar?

Harka eða gæði, ekki það sama.

*ÍÞ er hins veg­ar al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi. Flokk­ur­inn vill að bann verði lagt við búrk­um, umsk­urði kvenna af trú­ar­leg­um ástæðum og skól­um íslam­ista á Íslandi. Þá hafn­ar flokk­ur­inn hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi en styður öfl­ug­ar aðgerðir til aðlög­un­ar þeirra sem setj­ast hér að.

Það mætti halda að þeir hafi verið að fylgjast með atburðum úti í heimi.


mbl.is Hægri grænir heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama dellan alltaf

*Maður­inn sem myrti þrjár mann­eskj­ur og særði sautján í skotárás í Kans­as í gær hafði skömmu áður verið dæmd­ur í nálg­un­ar­bann.

Það virkaði greinilega fullkomlega.

*Árás­inni lauk þegar lög­regl­an skaut bys­su­m­ann­inn til bana.

Þurftu þeir að bíða eftir að lögreglan reddaði þessu?  Það er alltaf verið að segja mér að allir bandaríkjamenn hlaupi um vopnaðir byssum.  Getur verið að það sé lygi?

*Hún var gerð inn­an við viku eft­ir að leigu­bíl­stjóri í Kalamazoo-sýslu í Michigan skaut sex manns til bana, að því er virðist handa­hófs­kennt.

Enginn skaut á móti þá heldur.  Hvar eru allar þessar byssur eiginlega geymdar?

*Hann var með langa saka­skrá, þar á meðal  fyr­ir ólög­lega byssu­eign.

Hefðu lög stöðvað hann?  Svona jafn mikið og lög Bítlanna, grunar mig.

*Um 30 þúsund manns deyja á ári hverju af völd­um byssu­of­beld­is í Banda­ríkj­un­um.

Rrrrriiiight.  Heimildir takk.  Flettu þessu upp hjá CDC eða FBI, svona til dæmis.


mbl.is Hafði verið dæmdur í nálgunarbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband