Eh... hvað með skattinn?

Skatturinn í USA virkar þannig, að hann lítur á þetta sem einhverskonar auðsöfnun af hálfu þeirra sem fengu þessa gjöf.

Og mun rukka skatt af þessu.  Og fara með það alla leið.

Vitiði hvernig skatturinn á Íslandi er?  Sami díll: enginn afsláttur, engin misskun.  Ef þetta fólk getur ekki borgað, þá: fangelsi.

Gjöf sem heldur áfram að gefa, þetta.


mbl.is Oliver sló gjafamet Opruh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi upp ef þetta væri fjármagnað af einhverjum öðrum

Svona lagað var gert í Úganda og á Indlandi, og var í báðum tilfellum sjálfhætt þegar batteríið sem fjarmagnaði tilraunirnar varð uppiskroppe með pening.

Í framkvæmd yrði þetta gríðarleg sóun á pening, og svona:

1: Þú rukkar fyrir þetta í gegnum skatt.  Þetta eru mikil útgjöld, sem þýðir mikill kostnaður í kerfinu við meðferð peninga.  Rafrænir openingar eða ekki, allt kostar.  Vegna þess að mannahald kostar.

2: Vegna nr. 1 hér að ofan er sá sem borgar jafn mikið í skatt og hann fær út úr þessu mjög sáttur.  Þeir sem eru með nægar tekju til að standa undir kostnaði við að eiga stórt einbýlishús, sumarbústað tvo bíla og hund og kött taka ekki eftir miklum lífskjaramun, bara einum auka-lið á skattframtalinu.  Sem er trúlegast mínus.

Fyrir þessa hefði verið ódýrara að sleppa bara tekjuskattinum.  Það fæst allt með eignasköttum og neyzlusköttum hvort eð er.

Fyrir þá sem eru með tekjur sem eru skattlagðar *undir* þessari útborgun er þetta gróði, en *fyrir ríkið* hefði líka verið ódýrara að sleppa bara tekjuskattinum.

3. Landið verður að vera byggt mjög auðugu fólki ef þetta á ekki að orsaka flótta ríks fólks frá landinu, eða einhverjar skattabrellur.

Og eins og svisslendingar sjálfir benda á: allskyns óþjóðalýður myndi streyma inn, eða í það minnsta reyna það.

Forsendan er millistétt sem er bæði stór, og á mikið af pening til að brenna.

Og jafnvel þá, þá væri ódýrara fyrir þá að bjóða bara uppá atvinnuleysisbætur.  Vegna þess að hringl innan ríkisins kostar allt of mikið.

Og það er það sem þetta er.

Hér á landi tapast 1/4 af skattfénu í hræringar innan kerfisins.  Mjög varlega áætlað.


mbl.is Borgaralaunum hafnað í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband