Aðferðir GESTAPO voru ekkert það svæsnar

Ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með ykkur í gönur.  Þeir byrjuðu sem löggur.  Þeir þrömmuðu um, réðu njósnara, borguðu sögusmettum...

Svo fundu þeir þá grunuðu, ognuðu þeim smá, slógu suma kannski utanum ef þeir sögðu eitthvað sem GESTAPO vissi fyrir fram að var lygi - sem er einmitt lykillinn að öllu saman.

Ekkert flókið.  Tímafrekt kannski, en áhrifaríkt.

Framanaf var þetta ástæða þess að fólk óttaðist þá: þeir fundu alltaf þá sem þeir leituðu að.

Þegar leið á Barbarossa áætlunina fór þeim að fækka, og þá komu í staðinn menn sem vissu ekkert hvað þeir voru að gera.  Þeir tóku fólk og pyntuðu það á ýmsa frumlega vegu.

Það var ógvekjandi á allt annan hátt.

NKVD hinsvegar, það er allt annar handleggur.  Þeim var alveg drullusama hvort þeir grunuðu höfðu gert eitthvað.  Þeir tóku fólk og pyntuðu það þartil það viðurkenndi hvað sem það var sem það var grunað um.

Eins og Nazistar hafi verið verstu gaurarnir sem voru hlaupandi um þarna... eða síðar...

 

HAH!


mbl.is Nýttu sér pyntingaraðferðir nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband