Hann fellur líka í hagfræði að eilífu

Íslenska krón­an er óút­reikn­an­leg og leiðir til óstöðug­leika. Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra ...

Hann veit ekkert hvað hann er að tala um.

Krónan er útreiknanleg.  Hún tekur við sveiflum sem mis-vitrir pólitíkusar búa til í hagkerfinu, svo og öllu sjaldgæfari (og oftar en ekki fyrirsjáanlegri) sveiflum utanað.

Seg­ir Bene­dikt vext­ir vera og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðun­ar­lönd­um, sem sé ósann­gjarnt og leiði til óþarfa átaka í sam­fé­lag­inu.

2 atriði:

1: vextir eru mannasetning.  2: vöxtum er haldið óeðlilega lágum í útlöndum, vegna þess að það er *ennþá kreppa.*

Við gætum alveg tekið upp evru, dollar, koronu, yen eða hvað sem er, en samt haft 8% vexti.  Sjá, nú erum við með krónu, en það eru misháir vextir eftir hvaða lánastofnun veitir þá og með hvaða skilmálum.

Ég get ekki verið sá eini sem tekur eftir þessu.

„Sterk króna ógn­ar nú af­komu fyr­ir­tækja sem græddu vel á veikri krónu fyr­ir fá­ein­um miss­er­um.

Sterk króna er á sama tíma að gera góða hluti fyrir innflytjendur og þá sem kaupa innflutta vöru.

Sumt er gott, sumt er slæmt...

Störf í ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnaði, sem áttu að tryggja fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins, streyma úr landi á ný.

Hér á landi eru líka ansi háir tekjuskattar.  Gæti það spilað inní?  Jafnvel frekar?  Vegna þess að fyrirtækin vita alveg að krónan gengur upp og niður á milli ára, en skattmann... hann rukkar bara meira.

Krón­an er hem­ill á heil­brigð viðskipti,“ seg­ir hann í grein sinni.

Krónan er bara mynt.  Ríkið sjálft fokkar í viðskiftunum.

Við al­menn­ingi blas­ir hins veg­ar ólík mynd og auk­in kaup­mátt­ur.

Eins og ég benti á... sumt er gott, sumt er slæmt.  Njótið þess meðan það endist.

Fjár­málaráðherra megi því hafna krón­unni, því sér beri skylda til að leggja til þann kost sem sé far­sæl­ast­ur fyr­ir Íslend­inga.

Að hann hætti og einhver greindari taki við?

Nú sé því tími til að hafna göml­um kredd­um. Stöðug­leiki ná­ist aldrei nema með stöðugum gjald­miðli sem standi und­ir nafni og geti boðið upp á svipaða vexti og í ná­granna­lönd­um Íslands.

Teljum kreddurnar í þessum línum:

Kredda 1: stöðugleiki er alltaf góður og eftirsóknarverður.
(óstöðugleiki er náttúrulegt ástand sem skapast af þróun, og hreinlega bara af árstíðum.)
Kredda 2: við þurfum "stöðugan gjaldmiðil."
(Það kemur sér illa þegar náttúrulegi ótöðugleikinn lætur á sér kræla.  Eins og Spánverjar, Írar og fleiri hafa fengið að kenna á.)
Kredda 3: Vextir eru tengdir gjaldmiðlinum.
(Rrrriiiigth.  Það kemur almúganum bara ekkert við.)


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband