Þetta er gullnáma

"Eldsneyt­is­brennsla og lofts­lags­breyt­ing­ar eru þeir meng­un­arþætt­ir sem vega þyngst í fram­leiðslu á áfeng­um drykkj­um."

Loftslagsbreytingar eru mengun núna.

"Notk­un á glerum­búðum und­ir vín og bjór er held­ur ekki já­kvæð, þó það geti skipt máli hversu þung­ar gler­flösk­urn­ar eru."

Jú víst.  Þetta eru endurnýtanlegar umbúðir.  Því eru þær ekki nýttar þannig?

"Nýi heim­ur­inn stend­ur sig þó bet­ur en sá gamli í þess­um efn­um"

Bandaríkin og Ástralía nota gler.  Evrópa notar gler.  Sama efni, sömu aðferðir.  Hvernig getur annað verið betra en hitt?

"Þetta seg­ir Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæðastjóri ÁTVR, en nor­rænu áfengis­einka­söl­urn­ar sam­einuðust árið 2014 um að láta út­búa vist­fer­ils­grein­ingu á áfeng­um drykkj­um."

Þar fór sá aur fyrir lítið.

"Í vist­fer­ils­grein­ing­unni eru til­greind­ir níu um­hverf­isáhrifa­flokk­ar: áhrif á önd­un­ar­færi (önd­un ólíf­rænna og líf­rænna efna),  hnatt­ræn hlýn­un, upp­taka nátt­úru, vist­eitrun í jörðu og vatni, ofauðgun í jörðu, ljós­efna­fræðilegt óson, ofauðgun í vatni, súrn­un og vinnsla jarðefna."

*áhrif á önd­un­ar­færi - ekki anda víninu að ykkur.

*hnatt­ræn hlýn­un - galdrar, semsagt.

*upp­taka nátt­úru - á hverju?

*vist­eitrun í jörðu og vatni - hvernig sker "visteitrun" sig frá annarri eitrun?

*ofauðgun í jörðu/ofauðgun í vatni - ofauðgun hvers?

*ljós­efna­fræðilegt óson - ... ha?

*súrn­un og vinnsla jarðefna - sem þýðir hvað?

Af hverju grunar mig að hér hafi einhver verið að svindla stórt á ÁTVR?

"Fæst­ir leiða vænt­an­lega hug­ann að kol­efn­is­spor­inu sem að vínglasið eða bjórflask­an sem þeir dreypa á skil­ur eft­ir sig"

Enginn, leifi ég mér að fullyrða.

"Þannig veg­ur land­búnaður og umbúðafram­leiðsla þyngst í til­felli létt­vína og bjórs,"

Réttið upp hönd nú, hver veit ekki að bjór og vín eru landbúnaðarafurðir?  Og brennivín reyndar líka, þó það sé farið að verða meira iðnaðar-hliðarafurð.

"...þó að fram­leiðsla og geymsla séu einnig veiga­mikl­ir þætt­ir varðandi bjór­fram­leiðsluna."

Mér finnst að það ætti að draga af laununum hjá fréttamönnum í hvert skifti sem þeir segja eða skrifa "varðandi," "hvað það varðar," eða "þegar kemur að..."

„Ég hef séð rann­sókn­ir sem sýna að það þyrfti að nýta gler­flösk­una 20 sinn­um til þess að ná sömu um­hverf­isáhrif­um og með fern­ur, plast- eða áldós­ir.“

Seljið það bara í lítratali úr dælu þá, eins og bensín, ef þið hafið svona miklar áhyggjur.  Fólk mætir með eigin ílát.

Myndi virka vel fyrir rauðvín og vodka, ekki svo vel fyrir bjór.

"Sig­urpáll seg­ir ákveðinn hóp ís­lenskra neyt­enda þegar vera meðvitaða um þetta. Þannig séu dæmi um að viðskipta­vin­ir Vín­búðanna hafi sett sig í sam­band við starfs­fólk eft­ir að hafa vegið vín­flösku og kom­ist að því að 750 ml flaska vegi jafn­vel 1,5 kg."

Það eru nördar þarna úti sem vigta vínflöskur.  Og þeir hringja í ÁTVR og segja frá því... af einhverjum ástæðum.

Erum við viss um að það hafi ekki verið peyjarnir þarna í útvarpinu með eitthvert grín?

„Þegar fólk átt­ar sig á þessu þá hef­ur það jafn­vel til­kynnt okk­ur að það ætli ekki að kaupa þetta vín fram­ar.“

Hljómar alveg nákvæmlega eins og Tvíhöfðaskets.

Raunveruleikinn hefur bráðnað, dyr í vídd heimsku hefur opnast og hleypt inn í okkar óværu af tegund sem við viljum ekki fá.  Takk ÁTVR, að hafa með loftslagsgöldrum summonað þennan andskota í okkar vídd.  Fuck!

"Spurður hvort ÁTVR hafi hug á að kynna bet­ur hvaða vör­ur telj­ist um­hverf­i­s­væn­ar, seg­ir hann fyr­ir­tæk­inu þeir ann­mark­ar sett­ir að það megi ekki hampa nein­um ein­um frek­ar en öðrum út frá hlut­leys­is­sjón­ar­miðum."

 

Nei, segðu okkur.  Svo ég geti einbeitt mér að því að kaupa þær vörur sem menga sem mest.  Öðruvísi verður óværan sem þeir hafa kallað yfir okkur ekki rekin til baka.

Í nafni olíu og kola og heilagrar kjarnorku, amen.


mbl.is Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband