Allt í lagi... verður að duga

Meira en 19.000 manns hafa látist í mótmælum og átökum í Sýrlandi síðan í mars í fyrra.

Kalt mat: Hvað með það? Það segir okkur ekkert annað en að það er í gangi þar borgarastyrrjöld.

Víða eru harðir bardagar á milli stjórnarhersins og stjórnarandstæðinga

Gefur til kynna að þarna eru að verki 2 vopnaðir hópar.  En ekki meir.

og tekist er á um landamærastöðvar.

Af hverju?  Smyglleiðir?  Eða eru landamærastöðvarnar sem slíkar einhverjar mikilvægar fasteignir? 

Rami Abdel Rahman, sagði ... að um væri að ræða 13.296 almennir borgara, 4861 stjórnarhermenn og 949 liðhlaupa úr hernum.

Skot í myrkri, en liðhlauparnir, það eru þessir stjórnarandstæðingar?  Veit einhver hve fjölmennt lið þeirra er?   

Hvað um það... þetta er hægt að reikna út: fyrir hvern einn sem stjórnarherinn missir missa uppreisnarmenn þá 5.  Hafa ber í huga hér að ef eitthvað er að marka fréttirnar undanfarið, þá er stjórnarherinn með fallbyssur og þyrlur, en andstæðingarnir menn með riffla og sprengjuvörpur.

Svo þetta eru augljóslega svipaðir hópar - ég meina, hlutföllin her vs glæpamenn eru 30/1, her vs vel græjaðir og þjálfaðir skæruliðar er 15/1.  5/1 munurinn liggur líklega eingöngu í mismunandi aðgangi að vopnum.

Nema þeir séu miklu færri - en við vitum ekkert um það. 

(byggt á uppgefnum tölum, sem gætu verið réttar - en eru það sennilega ekki) 

Vopnaðir uppreisnarmenn eru taldir með almennum borgurum.

Það er svo margt rangt við þá talningu að ég veit ekki einusinni hvar ég á að byrja. 

Þetta eru einungis þau dauðsföll sem hafa verið staðfest, en líklegt er talið að mörg þúsund í viðbót hafi fallið í átökum.

En við vitum ekkert um það heldur. 

„Þeir sem eru í fangelsi án réttarhalda eru ekki inni í þessari tölu,“

Eru þeir dauðir?  Ef ekki, þá eiga þeir ekkert heima í bodycountinu. 

„Þeir mörg þúsund stjórnarhermenn sem hafa fallið eru heldur ekki taldir með,

Þeir hafa sem sagt ekki grænan grun um hve margir eru dauðir.  Ágætt.  Og við þess vegna ekki heldur. 

Í gær létust að minnsta kosti 164 í átökum í landinu, þar af 86 almennir borgarar. Þar af létust 27 almennir borgarar í borginni Homs, þar af tvær konur og sex börn.

Og hvað hét þetta fólk? 

Hart er nú barist um landamærastöðvar, en stjórnarandstæðingar náðu nú í morgunsárið landamærastöð við landamærin að Tyrklandi á sitt vald. Stjórnarherinn náði á ný valdi á landamærastöð í norðurhluta landsins, að landamærunum að Írak. Stjórnarandstæðingar hafa nú á sínu valdi eina af þremur helstu landamærastöðvunum að Írak.

Kort? 


mbl.is Meira en 19.000 látnir í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband