Svo margt til að hafa ekki áhyggjur af

„Fremsta skylda stjórn­valda er að verja ör­yggi ís­lenskra borg­ara

Er það?  Eru þau að því? 

og það er við stærri ógn­ir að etja en nokkru sinni fyrr því miður,“

Hverjar?  Segið nú frá. 

Isis hryðju­verka­sam­tök­in sem ógna heims­firði nú um stund­ir

Þeir hlægilegu vitleysingar?  Kanntu annan?  Ég, þú, mamma þín og gaurinn í næsta húsi gætum rekið þá í burtu með þeim vopnum sem ég get reddað á korteri.

og reyndu að nota­færa sér ís­lenska land­slénið is,

Til að drepa fólk með vúdú í gegnum internetið. 

Þá sagði hún mik­il­vægt að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann, og benti á skotárás­ina í kanadísku borg­inni Ottawa í gær, þar sem skot­um var hleypt af í og við kanadíska þingið.

Eigum við að fara í baklás út af einum geðsjúkum dópista í útlandi? 

Árás­in átti sér stað nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að kanadísk stjórn­völd ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðju­verka­árás í land­inu.

Þeir voru greinilega engu bættari með það. 

Fyrr í þess­um mánuði greindu kanadísk stjórn­völd frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Banda­rík­in leiða, gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslam í Írak.

Þeir verða að hreyfa herinn, annars enda þeir eins og þjóðverjar. 


mbl.is „Getum ekki stungið höfðinu í sandinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband