Þeir hugsa allt öðruvísi þarna í Ísrael

Hér yrði þetta ekki tekið í mál.

En... Ísraelsríki ber virðingu fyrir lífi og limum borgaranna.

Hér á Íslandi á fólk bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti að verða fyrir árás morðingja, og bíða bara eftir löggunni.

Við megum þakka fyrir að búa ekki við hliðina á hryðjuverkamönnum.


mbl.is Fá auknar heimildir til sjálfsvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er alveg rosalega illa unnin frétt hjá mogga.  Merkilegt að stjórnendur láti svona frá sér.  Fréttin er óskiljanleg.  

Sérstaklega áberandi þegar það tekur aðeins um 5 sekúndur að leita sér örlítið betri og nákvæmari upplýsinga.

Jú jú, það vill svo til vissulega að eg hef verið í Israel og kynnti mér mál frá fyrstu hendi og eg þarf ekkert mogga eða einhverja hægri-rugludalla hér uppi til að segja mér neitt um Israel.

Í þessu tilfelli snýst málið aðallega um, að í fyrra voru ákveðnar hindranir settar á vopnaburð öryggisvarða eftir vinnu og fv. offísera í hernum.

Það var gert vegna notkunnar skotvopna á heimilum eða í heimilisofbeldi og erjum.

Ráðherrann er aðallega að tala um að lyfta þessum hindrunum tímabundið. (En útilokar ekki aðrar aðgerðir varðandi vopnaburð en er frekar að tala um aukna öryggisgæslu, hlið, oþh.  En það fyrsta sem maður tekur eftir í Israel er, að það eru nánast allir í einhverri öryggisgæslu/eftirliti eða þá í hernum.)

Sumir í Israel skilja lítið í,  hvernig þessar ráðstafanir eigi að bjarga einhverju.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.11.2014 kl. 14:06

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta bjargar - þegar maður hugsar til þess að geta byrjað að bjarga sér sjálfur í stað þess að þurfa að bíða X lengi eftir hjálp.

Ég á afar erfitt með að skilja hvað fólk hefur alltaf á móti því að menn beri ábyrgð á sja´lfum sér, þurfi alltaf að kasta henni yfir á einhvern annan.  Einver annar reddar öllu fyrir þig, einhver annar bjargar þér úr ógöngum, einhver annar eldar matinn þinn, borgar reikningana þína, tyggur tyggjóið þitt... osfrv.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband