Þau skilja þá ekki merkingu orðsins

Mikið finnst mér orðið af fólki sem ekki skilur tungumálið sem þá á að kunna.  23%?  Kemur ekki á óvart.

Þó svo að maður fái gjaf­ir í staðinn fyr­ir kyn­líf þarf það ekki að vera vændi.

Það er skilgreiningin á vændi samt.

Char­lotte Fuglsang, for­stöðumaður kvenna­at­hvarfs­ins Reden Kø­ben­havn seg­ir mörk­in hafa færst til í hug­um ungs fólks vegna færni þeirra í notk­un net- og sam­fé­lags­miðla.

Eða þau vita ekki hvað orðið "vændi" þýðir.  Og skilur heldur ekki hugtök eins og "greiðzla."

Það er greini­legt að ungu fóli finnst ekki eins að fá til dæm­is iP­ho­ne eða tösku fyr­ir kyn­líf eða pen­inga,“ seg­ir Fuglsang.

Þau eru vissulega fól, held ég.

Hún seg­ir það að taka á móti gjöf­um í skipt­um fyr­ir kyn­líf vera vændi þó svo að það sé á gráu svæði.

Hvort er þá meira vændi að stunda kynlíf fyrir evrur eða dollara?

Mo­gens Holm Søren­sen sem er ráðgjafi í vænd­is­mál­um fyr­ir dönsk fé­lags­mála­yf­ir­völd seg­ir þó óljóst hvar gráa svæðið hefst og end­ar hvað sé í raun vændi.

Mogens er moðhaus.

Bend­ir hann á að kyn­líf geti einnig verið gjald­miðill fyr­ir að kom­ast inn í ákveðinn vina­hóp eða fyr­ir vernd.

Er greiðzla á öðru formi ekki líka greiðzla?


mbl.is Er kynlíf fyrir iPhone vændi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband