Berum þetta saman við raunveruleg dæmi:

Í til­lög­um grein­ing­ar­deild­ar seg­ir:

 „Í ljósi þeirra hryðju­verka sem fram­in hafa verið í Evr­ópu ný­lega og þeirra fjöl­mörgu árása sem unnt hef­ur verið að af­stýra þar á síðustu miss­er­um m.a. á grund­velli auk­inna rann­sókn­ar­heim­ilda, er það til­laga rík­is­lög­reglu­stjóra að gripið verði til eft­ir­far­andi aðgerða:

Auknar rannsóknarheimildir?  Eins og Frakkar voru með fyrir C. hebdó árásina?  Þið vitið að það var vegna slíkra heimilda sem þeir vissu uppá hár hvaða gaurar þetta voru?  Hjálpaði það?

-Hugað verði að laga­setn­ingu um aukn­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu vegna rann­sókna brota er bein­ast gegn stjórn­skip­an rík­is­ins og æðstu stjórn s.s. hryðju­verka­brot­um, sbr. X. og XI. kafla al­mennra hegn­ingalaga nr. 19/​1940 með síðari breyt­ing­um.

... og það hjálpar borgurunum... hvernig?

-Einnig verði hugað að laga­setn­ingu sem banna ferðalög til þátt­töku sem er­lend­ir bar­daga­menn (e. For­eign fig­hters) í hryðju­verk­a­starf­semi.

Væri ekki meira vit í að hleypa þeim bara í gegn.  Þeir eru væntanlega á leið eitthvert annað, svo ef við hleypum þeim í gegn losnum við við þá, og líka upprunaland þeirra.

Einhevr annar situr svo uppi með svarta pétur.  Betra fyrir þá ef stjórnvöld í þeirra landi eru ekkert lík þeim hér á landi.

-Lagt er til að lög­regl­an verði efld til þess að sinna for­vörn­um og fyr­ir­byggj­andi starfi á of­an­greindu sviði með fjölg­un lög­reglu­manna, sér­fræðinga og bætt­um búnaði.

Til þess að menn sem ekki eru komnir hingað enn læri að koma ekki?

Uhm... ha?

-Einnig er lagt er til að viðbúnaðargeta al­mennr­ar lög­reglu þ.m.t. sér­sveit­ar vegna hryðju­verka­ógn­ar og annarra al­var­legra voðaverka verði efld með aukn­um búnaði og þjálf­un.

Frakkar eru með nokkuð sem er hugsanlega besta sérsveit í heimi.  Það hjálpaði þeim ekkert.

- Lagt er til að myndaður verði sam­ráðsvett­vang­ur lög­reglu, fé­lagsþjón­ustu og heil­brigðis­yf­ir­valda með aukn­um heim­ild­um til að miðla upp­lýs­ing­um um ein­stak­linga sem kunna að ógna ör­yggi al­menn­ings.

Hér er góður púnktur.  Spurningin er samt: verða ofbeldisfullir síkópatar enn sendir til að búa í Hraunbæ eða öðrum þéttbýlishverfum?

-Sköpuð verði fé­lags­leg úrræði fyr­ir þá sem verða fyr­ir áhrif­um rót­tækni (radikalíser­ing­ar, e. radicalizati­on).

Ég er ekkert viss um að það sé einhver vilji eða geta til þess hér að gera það, ekki í raun og veru.


mbl.is Vilja lög gegn vígaferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þannig að þú vilt bara ekki gera neitt?Ekki fá forvirkar heimildir til að fylgjast mep mönnum sem gætu haft hryðverk í hyggju og ekki búa betur að lögergkuni? Rétt skilið?

ólafur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 10:05

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rangt skilið.

Ég kæri mig ekki um að enda með stórt, dýrt, óskilvirkt og gagnslaust kerfi sem á eftir að þvælast fyrir *mér.*

Ásgrímur Hartmannsson, 25.2.2015 kl. 17:02

3 identicon

En þú drullar yfir allt í greininni, gerir lítið úr öllu og ert greinilega á móti ríkinu og nánast löggunni... Best að leggja hana bara niður? Ég mein, greiningardeild og sérsveit frakka virkuðu ekki, bara leggja það niður? Hvað er málið?

Hallur (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 21:59

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég benti einfaldlega á staðreyndir.  Veruleikann eins og hann blasir við.

Þú nefnir Frakka: þeirra vandi verður endurtekinn hér: það verður vitað hverjir eru hugsanlegt vandamál, en, annað af 2 mun gerast, kannski bæði: 

1: viðkomandi verða teknir en sendir út aftur, og gera þá eitthvað af sér, eða 2: viðkomandi verða ekki teknir, vegna .ess að 1, og gera þá eitthvað af sér.

Og það er ef maður lítur framhjá öllum false-positives.

Það eru alveg til aðferðir sem virka, og eru mjög ódýrar.  Takið til dæmis eftir að þó að stór hluti allra terrorista í heimninum sé frá Sádí arabíu, þá eru nær engin hryðjuverk framin í Sádí arabíu.

Og talandi um sérsveitina: enginn er með hana í vasanum, svo hún kemur óhjákvæmilega *eftir* að búið er að drita alla niður.

Hún þarf að:

1: fá kallið.

2: græja sig upp.

3: ferðast á vetvang.

Þannig að ef þú þarft hana innan mínútu, kemur hún 14 mínútum eftir að þú þurftir hana.  Alltaf.

Síðast en ekki síst: ríkið hefur ekki beint sýnt að það sé hæft til þess að gera nokkuð.

Ja, nei, ég bulla.  Þeir eru rosalega góðir í að sóa peningum og klúðra hlutum.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2015 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband