Hver vann?

Hvenær má nota tján­ing­ar­frelsið til að móðga og særa og hvenær ekki?

Alltaf, annars er það ekki tjáningarfrelsi.

En í mörg­um Evr­ópu­lönd­um, þ.ám. Dan­mörku, hafa verið sett lög sem setja tján­ing­ar­frels­inu meiri skorður, aðallega gegn svo­nefnd­um hat­ursáróðri.

... sem er loðið og teygjanlegt hugtak.

Eða húm­or. Og á að banna hann?

Það má örugglega reyna.  Er ekki einmitt klám enn bannað, án þess að það hafi nokkurntíma verið skilgreint?

Tveir fransk­ir fé­lags­fræðing­ar hafa kannað forsíðumynd­ir blaðsins [Charli Hebdo] und­an­far­in 10 ár, alls 523 síður. Í ljós kom að 485 fjölluðu um stjórn­mál, efna­hags­mál og slík efni. Trú­ar­brögð komu við sögu á 38 forsíðum, kristni var aðal­efnið á 21 þeirra en íslam aðeins sjö.

Menn finna sér alltaf afsökun.

Marg­ir benda auk þess á að þegar árás á trú sé kölluð ras­ismi séu menn farn­ir að blanda illi­lega sam­an hug­tök­um, þau missi á end­an­um alla merk­ingu. Kynþátt­ur ákv­arði ekki trú.

Að benda á þetta er náttúrlega bara rasismi.

Franski sagn­fræðing­ur­inn Emm­anu­el Todd er einn þeirra sem hafa gagn­rýnt viðbrögðin í kjöl­far morðanna á skrif­stofu Charlie Hebdo. Hann seg­ir að mót­mæl­in miklu í Par­ís 11. janú­ar, með þátt­töku leiðtoga og stjórn­mála­manna frá mörg­um lönd­um, til stuðnings tján­ing­ar­frels­inu hafa verið „hneisa“. [...] Lág­stétt mús­líma hafi al­veg vantað...

Kannski eru þeir bara ekkert fyrir tjáningarfrelsi.  Eða frelsi almennt.  Séu kannski bara nazistar.

Ráðamenn PEN voru ósam­mála. „Frá okk­ar sjón­ar­hóli er hug­rekkið aðal­atriðið,“ seg­ir Suz­anne Nossel, fram­kvæmda­stjóri deild­ar­inn­ar. „Það geng­ur ekki að hægt sé að skerða tján­ing­ar­frelsið með byssu­hlaupi.“

Er eitthvað betra að tjáningarfrelsið sé skert með borgaralegri útskúfun?


mbl.is Byssuhlaup gegn skopmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband