... ha?

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sagði [...] að það kæmi til greina að hækka skatta ef samið yrði um launa­hækk­an­ir í kjaraviðræðum sem ógna stöðug­leika.

Já, en, fólk er að heimt launahækkanir vegna þess einmitt meðal annars að allur peningurinn fer í skatta.

Hér er verið að búa til vítahring.  Hvar lærði þessi pési eiginlega hagfræði?  Já Steingrími J & Jóhönnu hér varð hrun?

Skatta­hækk­an­ir væru vopn til að bregðast við auk­inni þenslu og verðbólgu.

Með því að búa til meiri verðbólgu?

„Ég er ekki að boða þetta.

Hvað varstu þá að segja?

Ég er bara að segja að ef við horf­um fram á veru­lega verðbólgu, þá mun auðvitað þurfa að bæta kjör ör­ykja og auka bæt­ur í sam­ræmi við verðlagsþróun,“ sagði hann.

Eða ekki.

Vinnandi fólk verður að ganga fyrir öryrkjum.  Það er vinnandi fólk sem skaffar, ekki öryrkjar.

 

„Ef verðbólga fer af stað, þá fel­ur það í sér auk­inn kostnað hjá rík­inu í mörg­um stór­um mál­um, eins og í al­manna­trygg­inga­kerf­inu, sem þýðir ein­fald­lega að ríkið þarf meiri tekj­ur.“

Og í þeim tilgangi ætla þeir að búa til meiri verðbólgu?

Ríkið þyrfti jafn­framt að hafa hamlandi áhrif á verðbólgu, en ekki ýta frek­ar und­ir hana.

Hærri skattar eru ekki leiðin til þess.  Seinasta ríkisstjórn (og reyndar allar stjórnir þar á undan) kenndu okkur það, the hard way.

Og fólk lærir ekki...

Hann ít­rekaði að hann væri ekki að boða skatta­hækk­an­ir, þetta væri aðeins ein leið sem hefði verið litið til í gegn­um árin til að bregðast við þenslu.

*facepalm*

„Ég er ekki að boða þetta

Boðaðu þá eitthvað annað.


mbl.is Skattahækkanir koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og þetta kaustu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2015 kl. 15:49

2 identicon

"og þetta kaustu"

Það vill nú svo til að við eigum engin peningatré, þannig að ef útgjöld ríkisins aukast þá verður einfaldlega að auka tekjurnar líka....   og ríkið hefur tiltölulega fáa valkosti aðra en að gera það í gegn um skattkerfið...  og það yrði ekkert öðruvísi ef vinstri stjórn væri við völd.

stebbi (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 18:12

3 identicon

Ef laun folks hækka um hundrad kronur fær rikid fjortiu kronur og ætti thad ad dekka aukin kostnad rikinsins vegna hækkana a botum og tharf tha ekki ad hækka skatta Sigmundur David,HVAR LÆRDIN THETTA FIFL HAGFRÆDI.

Benedikt (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 22:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ómar: nei, það gerði ég ekki.  Hvar færðu þessar undarlegu hugmyndir?

Benedikt: Mín kenning: á sama stað og Jóhanna & Steingrímur.  Nema hann hreinlega kunni ekki að reikna (sem myndi skýra hvernig hann komst í þetta djobb til að byrja með.)

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2015 kl. 22:59

5 identicon

Ef að ég má spyrja, hvernig koma skattahækkanir í veg fyrir verðbólgu? Þegar verðbólga kemur fyrir vegna launahækkana að þá er það vegna þess að launakostnaður fyrirtækja hækka sem að skilar sér síðan í hærra vöruverði, ekki satt? Sá kostnaður hverfur ekki þótt svo að launin séu skattlögt meira, nema ég sé að missa af einhverju?

sveinn (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 01:48

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nákvæmlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.5.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband