Allt mjög áhugavert og skemmtilegt að skoða:

  Eins og mbl.is fjallaði um í vik­unni get­ur það reynst þraut­in þyngri fyr­ir ungt fólk í dag að kaupa sína fyrstu eign, en með hækk­andi fast­eigna­verði hef­ur það auk­ist að láns­beiðni hef­ur verið hærri en sem nem­ur viðmiðum lána­stofn­ana. Það má því segja að þessi viðmið ýti ungu fólki í út­hverf­in, sem vill þó búa miðsvæðis. 

Fatseignaverð finnst mér magnað fyrirbæri.  Fyrir 2004, þá var fasteignaverð lægra en byggingarkostnaður.  Það olli því að einungis var byggt eftir þörfum.

Eftir það fór að svar kostnaði að byggja til að selja.

Nú hef ég ekki skoðað þetta nýlega, en er búið í öllum nýbyggingunum?  Til dæmis þarna við hitaveitutankana?

Spyr ég, ekki vitandi.

Guðmund­ur seg­ir breytta ald­urs­sam­setn­ingu í miðborg­inni, fækk­un íbúa á hverju heim­ili, breytt fjöl­skyldu­mynst­ur og breytt lands­lag á hús­næðismarkaðnum al­mennt þó einnig ýta und­ir þessa þróun.

Áhugaverðir púntar hér:

1: breytta ald­urs­sam­setn­ingu í miðborg­inni

Augljóst: ungt fólk hefur ekki efni á að borga jafnvirði íbúðar í breiðholtinu fyrir kústaskáp í 101.

Gamalt fólk á hinsvegar oftar pening.  Og svo eru þeir sem keyptu þar áður en verðið fór að blása út...

2: fækk­un íbúa á hverju heim­ili

Hér kemur saman það að færri og færri eignast fleiri en 4 krakka.  Ef þá svo marga.

3: breytt fjöl­skyldu­mynst­ur

Mér verður hugsað til þess sem þeir sögðu í lögfræðideild HÍ á sínum tíma: skilnaðir verða oftast af fjárhagslegum ástæðum.  Skattalög valda því að betra er fyrir fólk með börn að vera einstæð móðir + faðir, eða öfugt, og sitt í hvoru húsnæði.

Ekki í þessum orðum, en þetta var meiningin.

Þetta var fyrir meira en 10 árum.

Hún geti orðið til þess að meðal­ald­ur í miðborg­inni hækki og fram­boð á  minna hús­næði á vin­sæl­ustu svæðunum þurfi að aukast til muna.

Drögum fram kristalskúluna, og skoðum... ég sé..... ég sé... helling af tómum íbúðum á uppsprengdu verði.  Alveg fínar íbúðir og alveg mega eftirspurn, en enginn á svona mikinn pening og hægt að fá miklu ódýrara svo munar ferðakostnaði einhversstaðar annarsstaðar svo lengi sem fólk er til í að sætta sig við stærra hús með aðgang að bílastæði og lóð.

„Að sama skapi eru þó eng­in mann­rétt­indi að fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign fái íbúð á Garðastræt­inu á viðráðan­legu verði,“ seg­ir Guðmund­ur.

Ég held ekki að hann skilji merkingu orðsins "mannréttindi."

Jú, þetta er kannski ekki sanngjarnt samkvæmt einhverri skilgreiningu, en svona er kerfið sem við höfum búið okkur til.  Af einhverjum orsökum.  Og viljum ekki laga.

„Það var offjár­fest­ing á ár­un­um fyr­ir hrun

Veitsu af hverju?  Skrollaðu ofar.

„Þessi breytti lífs­stíll og þessi breytta þróun í fjár­fest­ing­um fólks eyk­ur á þrýst­ing­inn að það verði boðið upp á meira hús­næði miðsvæðis sem mun hafa áhrif á fast­eigna­verð,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hækkar það væntanlega.

Hverjir eru vextirnir hér nú til dags?  7%?  10%?

Sko, í Bretlandi er íbúðaverð kannski 40-60 milljónir.  Vitiði hvernig það gengur upp?  Jú: óverðtryggt, með 2% vöxtum.  Það þýðir 150K á mánuði.

En þeir í UK hafa líka smá skilning á hagfræði - sem er líklega ástæða þess að þeir eru ekki með evru...

Hann seg­ir þó að ekki sé hægt að tala um fast­eigna­bólu, og verðið sé í raun ekki hátt ef litið er til ná­granna­land­anna.

Jú víst.

Sjá, sannlega segi ég ykkur: Nágrannalöndin eru ekki með 7% verðbólgu og lágmark 5% vexti.

Að öllu jöfnu, miðað við Bretland, sama verð, ama verðbólga, þá þýðir það 310K á mánuði, ekki 150.  Tvöfalt hærri afborganir.  (Lánareiknir LB)

Svoleiðis lagað er nokkur fjötur um fót hérna.

En hvaða af­leiðing­ar get­ur það haft ef þess­ari eft­ir­spurn verður ekki svarað nægi­lega hratt?

Þá neyðst margir bara til að bíða, er það ekki?

„Það þarf að skoða hvaða áhrif það hef­ur á skipu­lags­áætlan­ir borg­ar­inn­ar, en upp­bygg­ingaráformin þurfa klár­lega að fara að taka við sér frek­ar hratt. Það er búið að boða mikla upp­bygg­ingu í sam­ræmi við eft­ir­spurn, en nýj­um kaup­end­um mun engu að síður fjölga í þeim hverf­um sem eru ódýr­ari. Þá mun meðal­ald­ur­inn í miðbæn­um hækka og túrist­un­um halda áfram að fjölga. En það er ekki óeðli­leg þróun,“ seg­ir Guðmund­ur.

... ha?

Þá má gera ráð fyr­ir því að meðal­stærð íbúða komi til með að fara minnk­andi. 

Þið tönnlist á því.

„Fjöl­skyld­ur eru alltaf að verða smærri og smærri og ein­stak­lings­heim­il­in að verða fleiri og fleiri.

Eins og í Japan.  Go Hikikomori! ... eða... nei.

Þá bend­ir hann á að í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur sé gert ráð fyr­ir að meðal­fjöldi íbúa á hverja íbúð haldi áfram að minnka.

Það er beinlínis gert ráð fyrir því í aðalskipulagi að þar verði ekki fjölskildur lengur?

Hm... spes.

„Ef maður ætl­ar að kjarna þetta ...

... ha?

Þá hef­ur tvö­föld bú­seta auk­ist mikið á Íslandi, og gríðarleg aukn­ing hef­ur orðið í sum­ar­húsa­byggð. Ýtir það einnig und­ir það að fólk minnki við sig og kaupi minni íbúðir, þar sem það hef­ur af­drep á öðrum stað.

Það er náttúrlega líka góð leið að geyma peninga.  þeir eiga það til að gufa upp á bankabókum.

Reyndar verða menn núorðið að passa sig á að ríkið ræni ekki eignunum líka.  Það má víst ekki safna til elli-áranna.  En því var breytt af þessari stjórn.  Nú má safna.  En það er ekkert víst að það verði alltaf þannig.

Hann seg­ir það ekki slæma þróun að fjölga íbú­um í þeim hverf­um sem eru þegar til staðar, svo lengi sem það verði ekki til þess að byggja ný hverfi.

Þú hefur ekki búið hér lengi, er það?

Hann bend­ir á að fast­eigna­verð í Reykja­vík sé ennþá mjög langt á eft­ir hinum nor­rænu lönd­un­um, hvort sem tekið er til­lit til tekna eða ekki. Mikið sé talað um hátt fast­eigna­verð en engu að síðurer þaðennþá mun lægra en á sam­bæri­leg­um svæðum í kring­um okk­ur, til að mynda í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð.

Skoðum:

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_average_wage

Ísland: Eur: 1.979 - húsnæðisverð ~80 fm íbúð: 25-35 milljónir.  Vextir: 5% og yfir.  + 7% verðbólga.

Danmörk: Eur: 2.307 - húsnæðisverð ~80 fm íbúð: ~41.000.000 (vextir: 0.75%)

Heimildir: http://www.numbeo.com/cost-of-living/country_result.jsp?country=Denmark

http://www.tradingeconomics.com/denmark/interest-rate

 

Bretland: Eur: 2.253 - húsnæðisverð ~80 fm íbúð: *Meira en* 42.400.000.  Vextir ca. 2%  (1.5 - 3%)

Noregur: Eur: 3.292 - húsnæðisverð ~80 fm íbúð: 59.000.000.  Vextir: ~1%

Svíþjóð: Eur: 2.551 - húsnæðisverð ~80 fm íbúð: ~56.000.000.  Vextir: 0.4%

Og reiknið nú.  Kemur illa út fyrir okkur, ekki satt?


mbl.is Ungu fólki ýtt í úthverfin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband