Er þurrkur ekki loftslagsbreyting?

Eða er loftraki, og úrkoma almennt kannski ekki tekin sem loftslag?

Hvers vegna?

Hnatt­ræn hlýn­un af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um hef­ur að lík­ind­um gert þurrk­inn í Kali­forn­íu 15-20% verri en ella,

Bara hlýnun sem á að vera af völdum mannanna verka?

Hvernig þekkja þeir hana frá?

Þetta er niðurstaða vís­inda­manna við Col­umb­ia-há­skóla sem segja að þurrk­ar framtíðar­inn­ar eigi nær áreiðan­lega eft­ir að verða verri vegna hlýn­un­ar­inn­ar.

Af hverju ætti öll þessi hlýnun ekki að valda meiri úrkomu?  vegna þess að vatn á það jú til að gufa upp í hita, og svo óhjákvæmilega þéttist rakinn, með tilheyrandi rigningu.

Eða er það ekki þannig sem hlýnun af völdum manna virkar? 

Lofts­lags­vís­inda­menn

Ég man þegar þeir voru kallaðir veðurfræðingar.

Hlýrra lofts­lag hafi gert það að verk­um að jarðveg­ur­inn þorn­ar hraðar og vatn í lón­um og ám guf­ar hraðar upp en ann­ars. Áhrif­in sem hlýn­un­in hafi haft á uppþorn­un jarðvegs­ins nemi um 15-20%.

Greinilega ekki mikill gróður þarna.  Hvert fór hann?

Haldi mann­kynið áfram á sömu braut í los­un gróður­húsaloft­teg­unda má bú­ast við því að lofts­lag í Kali­forn­íu og ann­ars staðar á jörðinni haldi áfram að hlýna.

Gott fyrir okkur.  Kalíforniubúar verða bara að taka því.

Sú hlýn­un gæti breytt jafn­vel hóf­legri þurrkatíð í þurrka af stærðargráðu sem ekki hafa þekkst áður.

Aftur, með leyfri aðs pyrja: hvert halda þeir að rakinn fari?

„Allt vatns­kerfið sem við höf­um í Kali­forn­íu var hannað fyr­ir gamla lofts­lagið. 

Breytið því þá.  Það er ódýrara en að vesenast í að reyna að breyta heiminum.


mbl.is Þurrkurinn verri vegna loftslagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef það er ekkert vatn til staðar til að gufa upp þá þornar loftið við meiri hita. Það getur þó verið sami raki í loftinu en sjálft rakastigið lækkar við meiri hita.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2015 kl. 22:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir segja "global warming" sem þýðir þá hlýnun jafnt yfir allt, nokkurnvegin.  Sem þýðir hlýnun yfri höfin líka, hlýtur að vera.  Sem myndi þá þýða meiri loftraka, nema rakinn hreinlega gufaði alla leið út úr gufuhvolfinu.  Einhvernvegin.

Svo ef Kalífornía verður að meiri eyðimörk, verður einhver annar staður talsvert betur grónari á móti.

En það er ekki þannig sem hnattræn hlýnun virkar.  Samkvæmt þeirri merkis kenningu verður veðrið vont fyrir alla.  Það mun rigna á þá sem ekki fíla regn, og sól mun skína misskunarlaust á rauðhærða.

Þurrkar fyrir bændur og regn fyrir pikknikk.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2015 kl. 07:46

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ásgrímur, ég veit nú ekki alveg hvaðan þú hefur upplýsingar þínar um hvernig hnattræn hlýnun virkar. Þær eru alla vega ekki alveg samhljóða því sem ég hef rekist á.

Í allri umræðu um hnattræna hlýnun er aukinn raki aðal atriðið. Hlýnun leiðir til meiri uppgufunar sem leiðir til aukins raka í andrúmslofti. Þessi aukni raki hefur tvær afleiðingar: Hlýnun verðu enn meiri (vatnsgufa er sterk gróðurhúsalofttegund) og úrkoma eykst.

En það er ekkert í loftslagsvísindum sem segir að þó hlýni þá eigi úrkoma að dreifast jafnar. Úrkoma í dag er svo langt í frá jafn dreifð, af hverju ætti hún að dreifast jafnar í hlýrra loftsslagi? Kannski hefur hlýnun þveröfug áhrif, öfgarnir verða meiri?

Úrkomusvæði jarðar liggja þannig að um miðbaug rignir mikið, belti norðan og sunnan miðbaugs fá mun minni rigningu, og svo eru önnur belti norðan og sunnan þeirra sem fá aftur meiri rigningu (Ísland er í nyrðri kanti norður úrkomubeltisins).

Þurrkabeltin tvö sjást vel á heimskorti, sérstaklega í Afríku: Sahara eyðimörkin er í nyrðra þurrkabeltinu, Kalahari eyðimörkin í því syðra.

Syðra þurrkabeltið nær svo yfir eyðimerkur í Ástralíu og á vesturströnd Suður Ameríku. 

Nyrðra eyðimerkurbeltið teygir sig frá Sahara austur yfir Arabíuskaga, norður með fjallgörðum Suður-Asíu og alla leið að Gobi eyðimörkinni. Í Norður-Ameríku liggur hún frá Norður-Mexíkó og Texas, vestur að Klettafjöllum og svo upp og niður eftir Kyrrahafsströndinni.

Ein afleiðing hlýnunar gæti verið að þessi eyðimerkurbelti færist norður og ýti nyrðri beltunum á undan sér. Þetta er þegar byrjað í Afríku þar sem Sahara hörfar á suðurbrún en sækir inn í átt að Miðjarðarhafi í norðri. 

Stærstu landbúnaðarsvæði heims eru í útjaðri eða skammt fyrir norðan nyrðra þurrkabeltið. Ein afleiðing af hlýnun loftslags gæti því verið að þurrkar aukist einmitt á þeim svæðum, þó úrkoma aukist á móti annars staðar (í hitabeltinu, og í nyrðir og syðri úrkomubelti).

Hlýnun gæti því haft verulega slæm áhrif á matvælaframleiðslu heimsins, nokkuð sem er miklu hættulegra framtíðinni en hvort hlýnar um nokkrar gráður og sjávarborð hækki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.8.2015 kl. 08:28

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

" Úrkoma í dag er svo langt í frá jafn dreifð, af hverju ætti hún að dreifast jafnar í hlýrra loftsslagi?"

Ha?  Hvaða texta varst þú að lesa?  Varstu með annan vafraglugga opinn?  lestu aftur.  Vandlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2015 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband