Mannlýsingar eru hverfandi hæfileiki

"Föl­leit­ur maður um 180 cm á hæð, dökklædd­ur og með svarta húfu og svarta hanska. Tal­inn vera á aldr­in­um 35-45 ára."

Ef hann tekur af sér húfuna, fer úr hönskunum og klæðir sig í litrík föt, þá þekkist hann aldrei.

Ég hef lent í því nokkrum sinnum að þurfa að komast að því hver einhver er, og þá gríp ég til þess að lýsa viðkomandi.

Ég segi: hann er sirka svona hár, og svona umfangsmikill, og með þannig hár og svona og svona andlit.

Kannski er maðurinn perulaga, hjólbeinóttur, með annan handlegginn áberandi lengri en hinn, höfuðið í laginu eins og kókoshneta, með grænan hanakamb, hátt og glansandi enni, óvenju langt á milli augnanna, vígtennur eins og rostungur og eyru eins og radarskermar.

Nei, fólk kannast ekki vip lýsinguna, aldrei séð manninn.

Það spyr hverra manna hann sé.  Ekki veit ég það.

Þá segi ég hvar hann vinnur, og hvar ég hitti hann oftast.

Nú, er þetta sonur föður síns og móður sinnar? spyr fólk þá.

Ekki get ég sagt til um það, en svo kemur á daginn að jú, þetta er einmitt sá náungi.  Svona líka einkennilega útlýtandi maður.

Af hverju sagðir þú það ekki strax?  Spyr fólk.  Hittir þennan mann á hverjum degi, talar við hann oft, segir fólk.

Vegna þess að ég hélt að hann þekktist á útlitinu, segi ég.


mbl.is Biðja fólk um að halda ró sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband