Byggt á hverju?

*Ný­leg­ar gervi­hnatta­mynd­ir sýna um­fangs­mikl­ar skemmd­ir á her­stöð í Sýr­landi sem er notuð af Rúss­um en talið er að liðsmenn Rík­is íslams hafi ráðist á her­stöðina.

Af hverju halda þeir endilega að ISIS hafi gert þetta?  Það eru fleiri hópar þarna, og allir hæfari.

*Rúss­ar neita þessu og segja skemmd­irn­ar margra mánaða gaml­ar og orðið til við átök sýr­lenskra her­manna og „skæru­liða úr hryðju­verka­sam­tök­um.“

Myndirnar eru *augljóslega* teknar með stuttu millibili.  Ekki hægt að segja út frá þeim *hvenær,* en ... mig grunar að rússar séu eitthvað að bulla núna.

"„skæru­liða úr hryðju­verka­sam­tök­um.“"  Það gildir um *alla* á svæðinu.

Mynd­irn­ar gefa til kynna að fjór­ar þyrl­ur og 20 trukk­ar hefðu eyðilagst í elds­voða

Í nokkrum litlum sprengingum.

Telja full­trú­ar Strat­for að her­stöðin hafi verið skemmd af eld­flauga­árás Rík­is íslams.

Aftur, af hverju þeir?

BBC ræddi við sér­fræðing­inn Sim Tack sem sagði það ljóst með mynd­un­um að um hefði verið að ræða nokkuð harða árás.

No shit, Sherlock?

Mann­rétt­inda­sam­tök­in The Syri­an Observatory for Hum­an Rights höfðu sagt frá sprengju­árás­um við her­stöðina 11. maí eft­ir að skæru­liðar Rík­is íslams náðu tíma­bundið yf­ir­ráðum á hluta veg­ar­ins milli Pal­myra og Homs. Þá náðu þeir að flytja sprengi­efni í næsta ná­grenni her­stöðvar­inn­ar að sögn Strat­for.

Segir okkur (og rússum) að það þurfi aðeins að lappa uppá öryggið þarna.

Herinn, náttúrlega ríkisstofnun.  Þær fá aldrei gott fólk.


mbl.is Ríki íslams réðist á herstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband