Ekki viljandi samt

Þetta er það ama og venjulega: vandamál sem má beint rekja til þess að fólk er ekkert sérlega gáfað.

Þarna voru settar flóknar reglur, af beservisserum, sem vélaverkfræðingar sú í hendi sér að ekki var hægt að framfylgja.

*Og:* ráðamenn sem ekki vissu betur (er til önnur tegund?) voru plataðir til þess að ívilna dýrari tækjum - Diesel.

Og verandi vitlaust fólk, eins og fólk er reyndar flest, þá urðu þessar reglur þeirra, sem ekki voru vitrænar til að byrja með, flóknar, vegna þess að fífl hneigjast til að flækja hlutina.

Til þess nú að standast reglugerðirnar hafa greinilega allir þurft að svindla á alla hugsanlega vegu.  Fynna gloppur í löggjöfinni, eða bara hreinlega smíða svindl græjur, eins og VW, til þess að koma aðeins til móts við neytandann, sem tapar á öllum þessum reglum og því sem þær leiða af sér.

Þeir hefðu geta gert þetta einfalt, þeir hefðu geta bara sagt: X þungur bíll má ekki eyða meira en Y mikið á 100 km.  Gefið raunsæa tölu.  Prófað svo random eintök við raun-aðstæður.  Minna eldsneyti = minni mengun.  Einfalt.

En nei...

Og því fór sem fór.  Var fyrirsjáanlegt allan tímann.


mbl.is Evrópusambandið „hvatti til“ mengandi bílaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband