Orsök flestra fóstureyðinga

Þekktir fæðingargallar.

Það er mikið fyrirtæki að eiga barn, en enn meira að eiga eitt með einhvern galla - Downs eða annað.

Barnið verður barn, alltaf.  Og í æsku aðeins meira barn.  Margt fólk leggur ekki í svona lagað.

Þess vegna er prófað fyrir fæðingargöllum.  Og þetta eru nokkuð góð próf og verða bara betri.  Þetta eru engar ágiskanir.

Það eru mjög praktísk viðhorf hér að baki.


mbl.is Við erum að eyða fóstrum vegna viðhorfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í gegnum tíðina hefur sannarlega verið mikið um ágizkanir að ræða í þessum efnum. Þeir eru nú þegar margir íslenzku foreldrarnir sem hefðu ekki ímyndað sér hversu falleg og hamingjugefandi börn þeir fóru á mis við með þvi að sækjast eftir "fóstureyðingu" barns með Downs-heilkenni.

Svo er fyrirsögnin hjá þér mjög villandi, beinlínis röng, því að yfirgnæfandi meirihluti fósturryðinga fer frsm á heilbrigðum börnum heilbrigðrs mæðra. Árið 1990 var t.d. 31 fóstureyðing af "læknisfræðilegum ástæðum", en 666 af félagslegum ástæðum og 11 af báðum þeim ástæðum, en 6 voru önnur tilfelli eða ótilgreind.

Jón Valur Jensson, 30.5.2017 kl. 13:48

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Downs væri sennilega skilgreinanlegt sem "félagslegar ástæður."  Það hefur slæm áhrif á félagslífið, vinnuna og lífið almennt að eignast slíkt barn.

Ég hef um það engar rómantískar hugmyndir.

Læknisfræðilegu ástæðurnar myndi ég giska á að væru fyrirbæri í takt við utanlegsfóstur og annað slíkt sem er beinlínis banvænt fyrir bæði móður og barn.

Svo eru 27 ár síðan 1990.  Síðan hafa fordómar þróast nokkuð.  Tabú hafa færst frá einu í annað.

Það eru þessi 6 tilfelli "önnur og ótilgreind" sem ég myndi hafa áhyggjur af.

Nema þú haldir að meira en 600 manns hafi AD 1990 ákveðið að láta darwineita sig?

Ásgrímur Hartmannsson, 31.5.2017 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband