Heldur hún, byggt á hverju?

„Ég held að það geti verið mjög hættu­legt sýndarör­yggi í því að fjölga vopnuðum lög­reglu­mönn­um, en ekki styrkja hina al­mennu lög­gæslu í land­inu.

En þeir *eru* löggæzlan í landinu.

Alveg eins og fyrr, nema nú geta þeir skotið þig ef þeir verða pirraðir.

Hert ör­ygg­is­gæsla verður ein­mitt í borg­inni í dag og kvöld vegna lands­leiks Íslands og Króa­tíu sem fer fram á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

Svona "dress rehersal?"

„Mér finnst mjög skrýtið að þessu sé dembt á, án þess að það sé komið fram breytt hættumat.

Króarnir hafa kannski beðið um þetta?

Við eig­um þess ekki að venj­ast að lög­regl­an sé vopnuð, sem bet­ur fer.

Á meðan við, almenningur, megum ekki vopnast, þá verður þetta líklega framtíðin.

Þetta hefur engin áhrif á viðbragðstímann samt, þó fólk virðist oft halda annað.  Skotvopn hafa aldrei fært neinum mátt til skyndilegra ferðalaga gegnum astralplanið.

Með því að styrkja hina al­mennu lög­gæslu er ör­yggi borg­ar­anna raun­veru­lega tryggt.

Nei.  Óvopnuð lögregla er heldur ekkert skyggn, né getur hún teleportað.

Ég held að það sé fátt hættu­legra en und­ir­mönnuð vopnuð lög­regla, svona al­mennt séð. 

Of-mönnuð vopnuð lögregla er hættulegri.

Að mati Stein­unn­ar hafa held­ur ekki verið færð nein hald­bær rök fyr­ir því að þörf sé á hertri lög­gæslu hér á landi af hálfu vopnaðra lög­reglu­manna. „Það hef­ur ein­mitt verið gefið út að það sé ekki breytt hættumat. Þetta pass­ar ekki sam­an.“

Hér eru rök:

http://edition.cnn.com/2015/01/21/europe/2015-paris-terror-attacks-fast-facts/index.html

http://edition.cnn.com/2015/12/08/europe/2015-paris-terror-attacks-fast-facts/index.html

https://www.theguardian.com/world/2016/sep/20/nice-truck-attack-french-police-arrest-eight-new-suspects

http://www.telegraph.co.uk/news/2017/04/07/truck-crashes-crowd-people-stockholm/

osfrv...


mbl.is Undirmönnuð vopnuð lögregla hættuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband