Þetta er gullnáma

"Eldsneyt­is­brennsla og lofts­lags­breyt­ing­ar eru þeir meng­un­arþætt­ir sem vega þyngst í fram­leiðslu á áfeng­um drykkj­um."

Loftslagsbreytingar eru mengun núna.

"Notk­un á glerum­búðum und­ir vín og bjór er held­ur ekki já­kvæð, þó það geti skipt máli hversu þung­ar gler­flösk­urn­ar eru."

Jú víst.  Þetta eru endurnýtanlegar umbúðir.  Því eru þær ekki nýttar þannig?

"Nýi heim­ur­inn stend­ur sig þó bet­ur en sá gamli í þess­um efn­um"

Bandaríkin og Ástralía nota gler.  Evrópa notar gler.  Sama efni, sömu aðferðir.  Hvernig getur annað verið betra en hitt?

"Þetta seg­ir Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæðastjóri ÁTVR, en nor­rænu áfengis­einka­söl­urn­ar sam­einuðust árið 2014 um að láta út­búa vist­fer­ils­grein­ingu á áfeng­um drykkj­um."

Þar fór sá aur fyrir lítið.

"Í vist­fer­ils­grein­ing­unni eru til­greind­ir níu um­hverf­isáhrifa­flokk­ar: áhrif á önd­un­ar­færi (önd­un ólíf­rænna og líf­rænna efna),  hnatt­ræn hlýn­un, upp­taka nátt­úru, vist­eitrun í jörðu og vatni, ofauðgun í jörðu, ljós­efna­fræðilegt óson, ofauðgun í vatni, súrn­un og vinnsla jarðefna."

*áhrif á önd­un­ar­færi - ekki anda víninu að ykkur.

*hnatt­ræn hlýn­un - galdrar, semsagt.

*upp­taka nátt­úru - á hverju?

*vist­eitrun í jörðu og vatni - hvernig sker "visteitrun" sig frá annarri eitrun?

*ofauðgun í jörðu/ofauðgun í vatni - ofauðgun hvers?

*ljós­efna­fræðilegt óson - ... ha?

*súrn­un og vinnsla jarðefna - sem þýðir hvað?

Af hverju grunar mig að hér hafi einhver verið að svindla stórt á ÁTVR?

"Fæst­ir leiða vænt­an­lega hug­ann að kol­efn­is­spor­inu sem að vínglasið eða bjórflask­an sem þeir dreypa á skil­ur eft­ir sig"

Enginn, leifi ég mér að fullyrða.

"Þannig veg­ur land­búnaður og umbúðafram­leiðsla þyngst í til­felli létt­vína og bjórs,"

Réttið upp hönd nú, hver veit ekki að bjór og vín eru landbúnaðarafurðir?  Og brennivín reyndar líka, þó það sé farið að verða meira iðnaðar-hliðarafurð.

"...þó að fram­leiðsla og geymsla séu einnig veiga­mikl­ir þætt­ir varðandi bjór­fram­leiðsluna."

Mér finnst að það ætti að draga af laununum hjá fréttamönnum í hvert skifti sem þeir segja eða skrifa "varðandi," "hvað það varðar," eða "þegar kemur að..."

„Ég hef séð rann­sókn­ir sem sýna að það þyrfti að nýta gler­flösk­una 20 sinn­um til þess að ná sömu um­hverf­isáhrif­um og með fern­ur, plast- eða áldós­ir.“

Seljið það bara í lítratali úr dælu þá, eins og bensín, ef þið hafið svona miklar áhyggjur.  Fólk mætir með eigin ílát.

Myndi virka vel fyrir rauðvín og vodka, ekki svo vel fyrir bjór.

"Sig­urpáll seg­ir ákveðinn hóp ís­lenskra neyt­enda þegar vera meðvitaða um þetta. Þannig séu dæmi um að viðskipta­vin­ir Vín­búðanna hafi sett sig í sam­band við starfs­fólk eft­ir að hafa vegið vín­flösku og kom­ist að því að 750 ml flaska vegi jafn­vel 1,5 kg."

Það eru nördar þarna úti sem vigta vínflöskur.  Og þeir hringja í ÁTVR og segja frá því... af einhverjum ástæðum.

Erum við viss um að það hafi ekki verið peyjarnir þarna í útvarpinu með eitthvert grín?

„Þegar fólk átt­ar sig á þessu þá hef­ur það jafn­vel til­kynnt okk­ur að það ætli ekki að kaupa þetta vín fram­ar.“

Hljómar alveg nákvæmlega eins og Tvíhöfðaskets.

Raunveruleikinn hefur bráðnað, dyr í vídd heimsku hefur opnast og hleypt inn í okkar óværu af tegund sem við viljum ekki fá.  Takk ÁTVR, að hafa með loftslagsgöldrum summonað þennan andskota í okkar vídd.  Fuck!

"Spurður hvort ÁTVR hafi hug á að kynna bet­ur hvaða vör­ur telj­ist um­hverf­i­s­væn­ar, seg­ir hann fyr­ir­tæk­inu þeir ann­mark­ar sett­ir að það megi ekki hampa nein­um ein­um frek­ar en öðrum út frá hlut­leys­is­sjón­ar­miðum."

 

Nei, segðu okkur.  Svo ég geti einbeitt mér að því að kaupa þær vörur sem menga sem mest.  Öðruvísi verður óværan sem þeir hafa kallað yfir okkur ekki rekin til baka.

Í nafni olíu og kola og heilagrar kjarnorku, amen.


mbl.is Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Algerlega stórfenglegt tiltæki. Milljónatugum eytt í að ráða starfsmenn í allt eftirlitið, kaupa undir þá jeppa og senda þá heimshornanna á milli á ráðstefnur með tilheyrandi mengun. Og til hvers? Fyrirtækið má ekki mismuna framleiðendum, það má ekki auglýsa þær tegundir sem menga minna. Er til betra dæmi um algerlega tilgangslausa sóun? Ég efa það.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2017 kl. 17:56

2 identicon

Já, hnattræna hlýnunarsvindlið er gullnáma fyrir Al Gore og vini hans sem fundu upp á þessu scam. Og allir einföldu blaðamennirnir á Mogganum sem halda að CO2 valdi hýnun, gleypa við þessu bulli, meðan hinir sem vita sannleikann þora ekki að segja neitt af ótta við að missa vinnuna.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 19:20

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Ásgrímur!

Takk fyrir rýnina.  Áhugavert hjá þér.

En þegar ég sé svona málfluting eins og hjá Pétri og Þorsteini, þá finnst mér eins og viðkomandi aðilar séu eigendur eða hluthafar í gráu fyrirtæki, fyrirtæki sem lifir á að framleiða eða þjónusta mengandi vörur. Sem leiðir af sé að gróðurhúsalofttegundir aukast, hiti á jörðinni hækkar, jöklar rýrna, sjórinn súrnar og lífvænleg landsvæði fara í kaf.  Svona fók hugsar aðeins um sjálft sig. Ósjálfbær hugsun og ef þeir eiga börn og barnabörn, þá finnst þeim ekki vænt um þau, því þau fá að taka afleiðingunum, sem geta orðið svakalegar.

Það er rétt hjá þér í byrjun, mengunarþættir er kolrangt orð, þarna á að vera umhverfisþættir.

Umhverfisþættirnir sem skoðaðir voru eru 9 og listaðir upp. Það vantar mjög merkilegt súlurit sem hjálpað hefði við lestur greinarinnar. Hér er hægt að sjá súluritið: https://www.vinbudin.is/Portaldata/1/Resources/um_atvr/umhverfid/Mynd1.jpg

En útskýrum aðeins umhverfisþættina.

*áhrif á önd­un­ar­færi - ekki anda víninu að ykkur. (e. respiratory inorganics). Air emissions: particulates, ammonia, NOx, SO2. Gott dæmi um þetta er mælingar sem gerðar voru við Sundahöfn í nágrenni við skemmtiferðaskip og sýndu mjög hátt hlutfall. En 80 Íslendingar deyja árlega út frá þessar mengun.

*hnatt­ræn hlýn­un - galdrar, semsagt. (e. global Warming) Losun áCO2, CH4, N2O, gróðurhúsalofttegundum.

*upp­taka nátt­úru - á hverju?  (e. Nature occupation (lossof biodiversity from indirect land use changes)).

*vist­eitrun í jörðu og vatni - hvernig sker "visteitrun" sig frá annarri eitrun? (e. ecotoxicity (aquatic and terrestrial)). Aðallega úr kopar og öðrum málmum sem losnar ú í andrúmsloftið.

*ofauðgun í jörðu/ofauðgun í vatni - ofauðgun hvers? (e. eutroph, terrestrial). Vegna taps næringarefna útaf aukinni notkun áburðar.

*ljós­efna­fræðilegt óson - ... ha?  (e. photochem ozone). Virkni sólarljóss til myndunar ósons. Sjónræn mengun (mistur), óþægindi fyrir augu, öndunarfæraskjúkdómar og minnkandi gróðurfar. 

*súrn­un og vinnsla jarðefna - sem þýðir hvað?  (e. Acidification and mineral extraction).  Súrnun sjávar er alvarleg ógn við Ísland, sérstaklega fiskveiðar. Vinnsla jarðefna skilur eftir sig megnandi úrgang. 

Þessi lífsferilsgreining er með gríðar hátt ROI, þ.e. nú veit fyrirtækið hvar best er að ná árangri til að minnka loftslagsvandann. Allar aðgerðir í framtíðinni verða markvissari. ÁTVR getur einbeitt sér að stóra vandamálinu og gerir það eflaust vel.

Með því minnkar vistspor ÁTVR, framtíðarkynslóðir sjá fram á bjartari tíma og heimurinn verður stórkostlegur á ný!

Sigurpáll Ingibergsson, 15.9.2017 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband