Hvað gerist ef þeir komast ekki á jötuna?

Hvað ef flokkur sem tekur lán uppá hvað segjum við, 20 millur, kemst ekki á þing, og því ekki á ríkisjötuna?  Fer svo á hausinn?

Hver borgar?  Ná þeir alltaf einhvernvegin að lauma þessu á skattborgarann, eða vill svo ólíklega til að þeir beri ábyrgð sem eiga?  Eða eitthvað annað?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Lánsamir og lánlausir flokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver borgar lán sem ekki fæst borgað?

Svarið er sáraeinfalt:

Lán sem enginn borgar, borgar enginn.

Annað er hvimleiður misskilningur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2017 kl. 15:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lán hafa þann eiginleika, amk lán til einstalinga, að þau elta hann á röndum til æviloka.

En ekki til Svíþjóðar, það harmónerar ekki við lög þar í landi.

Það er það sem ég er að pæla.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2017 kl. 18:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lán elta engan á röndum heldur rukkarar.

Það geta þeir þó ekki gert eftir gjaldþrot skuldarans.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2017 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband