Miðað við skoðanakannanir munum við fá:

Launalækkun í formi verðbólgu

kaupmáttarrýrnun í formi skattahækkana

Stöðnun með íþyngjandi reglugerðum

og fullt af þrítugum sýrlenzkum flóttabörnum frá Lýbíu sem má ekki gagnrýna né fá til að aðlagast.

Öryrkjar fá *ekkert*

Aldraðir fá *ekkert.*  Ekkert frekar en venjulega þ.e.a.s.  Ja, þeir geta fengið launalækkun og skattahækkun eins og aðrir.

Við fáum líka lán til þess að fá hærri afborganir - eitthvað verða skattarnir að fara í, ekki fara þeir í vegegerð.  Og athugið hér að þetta verða hærri afborganir greiddar af lægri tekjum, vegna þess að:

Útgerðin mun færast á færri hendur

Annar iðnaður mun færast á færri hendur eða hreinlega hverfa.

Peningar munu streyma úr landi.

Þetta er stefnan sem fólk vill.  Virðist mér.


mbl.is Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það sem er mesta bullið i þessu er að kjosendur eru bara ekkert að spa i þetta sem stefnubreytingu þannig seð ...Þeir vilja  róleg og mild stjórnmál ,halda að kona geti frekar framkallað það og vilja horfa á smetti konu þó se svolitið á ferðinni  til og fra heldur en mennina sem mest hafa verið á skjánum undanfarið og allt illt á að vera kenna !......og svo i endan þessi klikkaða kvennadyrkun sem allt er að drepa ,en hefur ekki að sama skapi yfirsyn yfir það sem gera þarf ,annað en að vera kona i stöðu   !

RAGNHILDUR H. (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 15:49

2 identicon

Fólkið vill, Þjóðin vill. Almenningur krefst

Kata hefur þó flokk og fylgi bak við sig meða aðrir sem nota þessa frasa eru oft á tíðum einungis að tjá sínar eigin einkaskoðanir.

Grímur (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 17:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

~20% vilja.
Það getur reynst nóg, vegna atkvæðadeilingar - að minnsta kosti 2 af 9 flokkum munu detta út, sem gerir þessi 20% ansi stórvæg.

Og... ef þetta væri einhver klikkuð kvennadýrkun, af hverju fær ekki Flokkur Fólksins eitthvað af þessum atkvæðum?

Best væri að fá hér stjórnarkreppu í svona 15 ár, svo efnahagurinn geti jafnað sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2017 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband