Gott að byrja daginn á að vera dipló

Annars sé ég ekki betur en það ætti að vera hægt að mynda nokkuð stöðuga stjórn úr þessu hakki sem býðst:

Það eru nefnilega 2 framsóknarflokkar og 2 sjálfstæðisflokkar.  Semsagt B & M, annars vegar og D og C hinsvegar.

Þeir hljóta að geta unnið saman.  Jú, það eru einhver atriði sem þeir geta rifist um, en það eru fleiri sem þeir eru sammála um.

Svo ég mæli með að þeir rotti sig saman.

Allt sem þei geta ekki sæst á geta þeir A: sópað undir teppið og gleymt, eða B: sett í þjóðaratkvæðagreiðzlu.

Einfalt.


mbl.is Útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sýnist nú MiðflokksSimmi sé nú að fara langt með að missa titilinn "vinsælasta Frammarinn" þetta árið, þannig Framsóknarsængin verður líklega verður ekki í boði fyrir Exemmið, að mínu viti.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.10.2017 kl. 20:44

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Viðreisn er ESB-flokkur, hinir ekki, Flokkur fólksins lýsti því yfir að þeir væru ekki ESB-flokkur.  Kæmi best út ef D,B,F,M vinni, saman að mínu mati.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.10.2017 kl. 21:12

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála Tómasi, Flokkur fólksins í stað Viðreisnar.  Ekki aðeins vegna ESB heldur vegna þess að XF vann 4 þingmenn en XC tapaði 3.  Flokkur fólkins á absalútt að vera með í næstu ríkisstjórn!

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 21:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri pólitískt flott múv ef þeir gætu fengið F með sér í lið.  Segi ekki annað.

En... veit ekki hvernig þetta raðast upp á endanum.

Ég er enn einhvernvegin á því að það verði kosið aftur á næsta ári.  (Nema þessir líkustu geti unað saman - sem væri praktískast fyrir okkur.)

Ásgrímur Hartmannsson, 29.10.2017 kl. 22:24

5 Smámynd: Óskar

það yrðir dauðadómur fyrir FF að fara í stjórn með sjöllum.  Það vita allir að sá flokkur gerir ekkert fyrir þá sem minna mega sín og svo eru nú nokkrir sjallarnir innanborðis í FF þannig að flokknum er í mun að þvo þann stimpil af sér.  Sé reyndar ekki að FF geti orðið stjórntækur vinstra megin því þetta er í raun hægri flokkur þó hann gefi sig út fyrir að vera annað.  

Annars veltur þetta allt á Framsókn, hvort þeir vilji hægri stjórn með sjöllum, simma og viðreisn.  Er nú heldur ekki viss um að viðreisn sé spennt fyrir stjórn með sjöllum.  Liklega yrði það dauðadómur flokksins.

Mér finnst nærtækasta lausnins VG Samfylking Framsókn og Píratar.  Bara 32 menn en sleppur og ekki að sjá neina villiketti í þessum flokkum sem væru líklegir til að vera með stæla nema kanski helst Ásmund Daða í framsókn.

Óskar, 30.10.2017 kl. 01:52

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Nokkuð sammála Tómasi nema að B er eiginlega ekki vænlegur kostur lengur (mínus Lilja: allir vildu Lilju kveðið hafa).

Vinstri stjórn næði ekki saman nema með B, það væri þó talsvert á skjön við yfirlýsingar þeirra um heiðarleika í stjórnmálum að taka flokkinn hans Þórólfs og Valgerðar (æ, ég meina Sigurðar Inga) með inn.

Ragnar Kristján Gestsson, 30.10.2017 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband