Þvílíkt steypa

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, vék að kynbundnum launamun í ræðu sinni á Jafnréttisþingi í dag. Einn af sérfræðingum Jafnréttisstofu hefur verið að kanna hvers vegna svo fáir karlar afla sér endurmenntunar og raun ber vitni. „Svarið er einfalt,“ sagði Kristín. „Þeir hafa ekki efni á því. Konur þeirra hafa svo lág laun að þeir hafa ekki efni á að taka sér frí frá vinnu. Launamisrétti kynjanna bitnar líka á körlum.“

Nú hef ég ekki reynt þetta sjálfur, en er mikið vesen að fá námslán?

Ef það er jafn mikið vesen og að fá íbúð á garði, þá er ég ekki hissa á því að menn hafi ekki efni á að komast í skóla. 

Yfirskrift ræðu Kristínar var: Jafnrétti kynjanna - lúxus eða þjóðhagsleg nauðsyn.

Eiga konur sama rétt?  Eða eru um þær sér-lög?  Hmm... (Það sem orðin þýða.)

Kristín sagði að brátt verði haldin stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Við undirbúning hennar hafi Norðurlöndin hugað að áhrifum loftslagsbreytinga á kynin hvort um sig.

Er kvenfólk kulsæknara en karlar?  Þær eru náttúrlega aðeins léttari, og þess vegna hættara við foki.  Allstaðar er þessum loftslagsbreytinguj nú troðið inn.  Já, það er að hlýna, takið því bara.

Kristín sagði að í umræðu um loftslagsmál mætti greina flest viðfangsefni sem eru hvað brýnust til að tryggja jafnrétti kynjanna.

Rule of law, einhver? 

Karlar stýri nánast allri stefnumótun í umhverfismálum, nýtingu náttúruauðlinda og ráði aðgangi að þeim.

Gróðasjónarmið einhverra hippa stjórna of miklu í þessu öllu. 

Eins sagði hún að vopnuðum átökum fylgi kynbundið ofbeldi.

Átök hverskonar eru ekkert nauðsynlega kynbundin.  Ekki nema þar sem við eigast herir, enda hefur gefist betur að nota karlmenn í slíkt.  Vegna þess að hernaður felur í sér þramm um langar vegalengdir með fullt af drasli á bakinu, og svo hlaup fram og aftur undan örvum... og öðru.

Konur og börn séu 70% flóttamanna í heiminum.

Konur, 30%, börn 40%, karlar 30%.  Þetta á að sanna hvað?  Einhver?  Eða eru börn kannski konur?  Er það málið? Út á hvað gengur sú kenning?  Að kvenfólk séu óvitar eins og börn?

Eins eru þær oftar en karlar fórnarlömb mansals. Mun fleiri konur en karlar farist í jarðskjálftum. Eftir flóðbylgjuna í Asíu um jólin 2004 kom í ljós að miklu fleiri konur en karlar höfðu farist.

Er að víst?  Í asíu fórust allar þessar konur (og börn) því karlarnir voru allir á sjónum, og flutu þess vegna bara ofaná flóðbylgjunni, á meðan hún æddi upp á land og sökkti öllum þessum konum, þúsundum saman. 

Að öllu jöfnu er þetta 50-50, eða hvert sem hlutfall kynjanna er þegar hamfarir dynja á.  Hér er daman að koma með eitt einstakt dæmi, og alhæfa út frá því.

Jæja.   Allt í lagi,  í  Hiroshima og Nagasaki voru notaðar kjarnorkusprengjur.  Það hlýtur að þýða að þeir hafi ekki notað neinar annars konar sprengjur allt það stríð.  Allt þýskaland er semsagt sjálflýsandi núna.

Kristín vék að ástandinu hér á landi og spurði hvort við ætluðum að hjakka áfram í sama farinu, hörfa til baka eða nýta þau tækifæri sem framundan eru til að skapa raunverulega nýtt Ísland.

Hvergi í heiminu er betur komið fram við kvenfólk en hér. 

Hún benti á að þótt konur væru settar í bankastjórastöður tveggja banka á liðnu hausti hafi karlar verið í nær öllum öðrum æðstu stöðum bankanna.

Þær bara voru ekki upp til hópa í klíkunni.  Þessar dömur sem vor settar í djobbið eru það.  Sem þýðir status quo. 

Engu hafi átt að breyta þrátt fyrir áminningar félagsmálaráðherra og Jafnréttisstofu. Síðan hafi komið í ljós ótrúlegt launamisrétti sem þrifist hafði innan bankanna í skjóli launaleyndar.

Kellingin þarna í "Nýja" landsbankanum fékk hærri laun en hin tvö.  Sem er svindl!

 „Jafnrétti kynjanna er því miður ekki forgangsmál í íslensku samfélagi,“ sagði Kristín. „Meira að segja ráðherrar, þeir sem eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, virða ekki lög um jafnrétti kynjanna.

Þeir virða svosem ekkert önnur lög heldur...  það er þó samræmi í þessu hjá þeim. 

Samanber skipan í bankaráð ríkisbankanna þriggja. Aðeins eitt þeirra er skipað í samræmi við 15. grein jafnréttislaga.“

Það eru þrír bankar, 3, teldu þá.  Í tvo voru settar konur.  Hvernig átti að díla með það?  karl í einn, kona í einn, kynskiftingur í þann þriðja?  Eða hvað?  Ég veit ekki. 


Hún rifjaði upp frönsku byltinguna 1789 en þar kom fram fyrsta skipulagða kvennahreyfingin sem krafðist réttinda konum til handa. Kristín sagði að konur hafi þá fengið ýmis réttindi en svo hafi mælirinn orðið fullur. Forystukonurnar hafi verið teknar af lífi og síðan var samþykkt 1795 að hvar sem fleiri en fimm konur kæmu saman undir berum himni væri um ólöglegan útifund að ræða og þær skyldu handteknar. Þessi saga hafi endurtekið sig hvað eftir annað síðan þá.

Ég er svolítið farinn að skilja Frakkana.

„Ég mæli með kvótum,“ sagði Kristín.

Ég mæli ekki með þeim.  Ég vil ekki þurfa að sætta mig stundum við næst best, bara því það er svo "jafnréttislegt." 

„Kvótar snúast ekki um það að koma óhæfum konum til valda, heldur um að brjóta niður aldagamlar hefðir, valdakerfi og ríkjandi kynjakerfi.“

Ekki óhæfar, bara ekki bestar.

Jafnrétti?  Sko, þú átt meiri möguleika á að fá vinnu hjá Rio-Tinto núna sértu kvenkyns.  Minna hæft kvenfólk hefur forgang yfir MIKLU HÆFARI karla.  Er það jafnréttið þitt?  Það er ekki einu sinni að sætta sig við næst best, það er skaðlegt, það er það sem það er.


mbl.is Launamisréttið bitnar á körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband