Ríkið hálpar okkur að fara á hausinn í kreppunni

Hvað getur maður gert við 17.000 krónur?

Nú, maður getur farið 17 sinnum í bíó.

Maður getur keypt yfir 100 lítra af mjólk, eða keypt 100 pylsur í IKEA.

Þetta gæti dugað í 425 pakka af núðlum.

Maður gæti talað talað við einhvern í 1500 mínútur í GSM.

Af hverju er ekki fyrir löngu búið að leggja RÚV niður?  Það er ekki eins og það sé ekki fullt af menningu í gangi án þess, og ekki er þetta í öryggisskyni eins og afsannað hefur verið á empírískan hátt.

Hvar var þessi frjálshyggja?


mbl.is Afnotagjöld RÚV í einni greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stöð 2 hefur oft verið á undan þeim að vara fólk við hættum í opinni dagskrá.

Annars er nóg að reka útvarpsstöð upp á öryggið, hvernig er hægt að réttlæta það að þvinga almenning til þess að borga fyrir rándýra þætti eins og Desperate Housewives? 

Geiri (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:26

2 identicon

Frjálshyggja sjálfstæðismanna hefur varið RÚV með kjafti og klóm. Það er alveg hreint með ólíkindum að flokkur sem hefur með frjálshyggju og einkaframtak fremst á stefnuskránni skuli halda í þetta gamla ríkisbákn. Ég er vel hlynntur því að ríkið reki útvarp og sjónvarp í einhverri mynd og þá fyrst og fremst til að gæta jafnræðis og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að amk. fréttum og veðri og slíku, en að setja stórpening í innkaup á bæði innlendu og erlendu efni á ekki við hjá slíkri stofnun. Ef ríkið þarf að borga fyrir listviðburði og innlenda dagskrárgerð hlýtur það að vera vegna þess að landinn hefur ekki áhuga á að borga fyrir það.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi frjálshyggja sjálfstæðismanna eru mestu öfugmæli sem ég hef heyrt um langa tíð.

Þetta var kallað forræðishyggja einu sinni.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband