Það eru allt of margir ríkisstarfsmenn

... og lítið vit er í þeim.

"Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um lækk­un tekju­skatts verða end­ur­met­in ef samið verði um óá­byrg­ar launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um."

Við skulum endilega fjalla aðeins um óábyrgar launahækkanir, og https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/14/pakkaflod_a_althingi/ og aðra óábyrga útgjaldaaukningu ríkisins, https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/13/politiskum_adstodarmonnum_mun_fjolga/.

„Við höf­um boðað skatta­lækk­an­ir í þágu þeirra sem eru í neðra þrep­inu, lægri og milli­tekju­hóp­un­um,"

Ég trúi því þegar ég sé það.

"Þá þarf að huga mjög vel að tíma­setn­ingu slíkra aðgerða. Þær eru hugsaðar til að greiða fyr­ir samn­ing­um en ekki til að greiða fyr­ir óá­byrg­um samn­ing­um,“ seg­ir Bjarni."

Hann er ekkert að gera sig vinsælan.  Það er verið að taka Macron á þetta.

"Til­efnið er óvissa um hag­vöxt vegna óróa í ferðaþjón­ust­unni."

Ef ríkið þvældist ekki fyrir öllu öðru, þá væri miklu meira að gerast hér, og minna að hafa áhyggjur af.

"Með því gætu tekj­ur rík­is­sjóðs á næsta ári reynst minni en áætlað var."

Þá þarf ríkið bara að sníða sér stakk eftir vexti.  Eða kunna þeir sem þar ráða ekki að reka ríki?

Hvað erum við að borga einhverjum untermench meira en 2 milljónir á mánuði + útgjöld ef þeir ráða ekki einu sinni við það?

"Miðað við nú­ver­andi af­komu­mark­mið má ekki mikið út af bera til að af­koma fari und­ir gólf fjár­mála­stefn­unn­ar á næst­unni."

Það er ljóðrænt orðað.  En lausinin er jafn einföld og hún er þeim óframkvæmanleg: minnkið bara ríkið.

"Því er svig­rúm til launa­hækk­ana hjá rík­inu lítið."

Það verður litið framhjá því, er ég viss um.  Ég myndi ekki þekkja ríkið af öðru.


mbl.is Horft verður til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband