Afsakanir

Q: „Ég verð bara að segja að mér ofbýður al­gjör­lega þessi hama­gang­ur og vægðarlausu svipu­göng sem Dag­ur verður nú fyr­ir útaf þessu bragga­máli.“ 

Þetta er ekkert.  Frakkar væru að henda í hann grjóti.

Og það væri rétt af þeim.

Q: "Jón seg­ir að það sé vel þekkt að op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir fari yf­ir­leitt fram úr áætl­un, eða í 90% til­fella. „Það er ekki gott. En það er yf­ir­leitt ekki við spill­ingu eða van­hæfni fólks að sak­ast held­ur er þetta kerf­is­læg­ur vandi, ein­sog í svo mörgu hér á landi, þeas við erum með svo stjarn­fræðilega lé­legt reglu­verk að það bara býður uppá svona klúður,“"

Lélegt fólk gerir lélegt regluverk - og fer svo ekki eftir því.

Nei, hér erum við að díla við einbeittan brotavilja, ekki einhvern "kerfislegan vanda."  Það ma´reyndar líta á einbeitta brotaviljann sem kerfislegan vanda, vegna þess að það getur ekki talist eðlilegt að 90% af áætlunum standist ekki.

Eða hvað?

Eins og einhver sagði: heimska er afsökun... einu sinni.

Q: "„Meira að segja Vig­dís Hauks­dótt­ir fékk fyr­ir­sögn á RÚV um dag­inn. Hver er eig­in­lega í al­vöru að pæla í því hvað henni finnst?"

Þeir sömu og eru að pæla í hvað Jóni Gnarr finnst?

Q: "Hún er td. ekki enn búin að svara því hvort formaður­inn henn­ar og þrír aðrir meðlim­ir flokks henn­ar eigi að segja af sér þing­mennsku útaf yf­ir­gengi­legu fylle­rí­is-rugli,“"

Í ótengdum málum.

Nú getur Vigdís alltaf sagt að það sé alger óþarfi fyrir einhverja alka sem hún vinnur með að segja af sér vegna smámuna, meðan fjöldi meiriháttar krimma þarf ekki að gera það fyrir stórvægilegar sakir.

Ef Dagur þarf ekki að segja af sér, þá eru sexmenningarnir á kránni allt í einu eins og saklausir hvítþvegnir englar.

Q: „Hvorki Dag­ur né Hrólf­ur eru vond­ir, spillt­ir eða heimsk­ir. Langt í frá. Þetta er kerf­is­læg­ur vandi, það vita það all­ir sem vilja.

Þeir hljóta að vera eitthvað combó af þessu, annað er beinlínis órökrétt.  Dæmið gengur ekki upp ef Jón hefur hér rétt fyrir sér.

Q: "Þeir sem ekki skilja það hafa annað hvort ekki kynnt sér málið eða hrein­lega þykj­ast ekki vita það til að ná ein­hverju fram sem þeir vilja.

Jón í afneitun?

Q: "Jóni þykir líka öm­ur­legt að horfa upp á þegar fólk og hóp­ar nýta sér per­sónu­leg­ar aðstæður fólks til að koma á það höggi. Hann seg­ir að ein helsta ástæða þess að Dag­ur hafi átt í erfiðleik­um með að svara fyr­ir þetta sé sú að hann hafi verið að glíma við erfiðan sjúk­dóm og sé til­tölu­lega ný­kom­inn úr veik­inda­leyfi."

Það er dálítið ömurlegt að horfa á manninn skýla sér bakvið einhvern sjúkdóm.

Ef maðurinn er svona veikur, ætti það þá ekki að vera næg ástæða fyrir hann til að segja af sér?  Fyrst hann er svo veikur að hann getur ekki unnið, augljóslega.

Q: "„Ég held að þessi land­lægi rudda­skap­ur og villi­mennska sé ein helsta ástæða þess hvað fólk er tregt til að þora að skipta sér af stjórn­mál­um og eina fólkið sem virðist þríf­ast þarna eru ein­hverj­ir fár­veik­ir alkó­hólist­ar,“

Spot on.  Og þegar við höfum fengið veika menn og vankaða, þá losnum við ekki við þá.  Og við megum helst ekki ýte eftir því vegna þess að þeir eru svo góðir og ljúfir inn við beinið, og meina ekkert með því að féfletta okkur og skeina sig með öllum peningunum.  Á hverju ári höfum við minna milli handanna, bara vegna skattheimtu, sem virðist ekki fara í neitt annað en spillingu.


mbl.is „Hvorki Dagur né Hrólfur eru vondir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkurnar nálgast 0

Það á enginn eftir að veðja móti mér ef ég veðja á að Dagur segi ekki af sér.  Dautt mál.

En gefum okkur nú að borgarstjórnarmeirihlutinn yrði lostinn eldingu.  Þá yrði að kjósa aftur.  Ég held að Reykvíkingar myndu kjósa nýtt sett af alveg jafn lélegu fólki, sem myndi skandalisera alveg jafn mikið.

Það er hefðin.  Mig grunar líka að það hafð orðið þar brain-drain, þeir sem hugsa amk hálfa hugsun hafa allir flutt til Hafnarfjarðar eða út á Reykjanes.  Eða lengra.


mbl.is Vörður kallar eftir afsögn Dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband