Ég hef einfalda lausn:

Lækkið þá bara skattana.  Tekjuskattinn, til dæmis.  Eða fellið hann niður.

Eða fellið niður eitthvað af tollnum, eða þá alla.

Eða lækkið söluskattinn, eða fellið hann niður.

Eða losið okkur við vörugjöldin.

Eða afnemið kolefnisgjaldið.

Allt þetta mun auka kaupmátt, sem er það sem við launþegar erum í raun að sækjast eftir.  Okkur er í grunninn sama hvað launin heita.

Auðvitað þarf viss minnihluti að færa fórnir: það má alveg hætta með 80-100 allra nefnda, og leggja niður 2-5 ráðuneyti.  Fólk verður bara að sætta sig við alvöru vinnu í staðinn, jafnvel með alvöru laun líka.


mbl.is Dýrt að hækka laun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband