En ég vil hvorki né þarf flóknara kerfi

„Við hefðum viljað sjá skatt­kerf­inu beitt hressi­lega sem tekju­jöfn­un­ar­tæki...

Af hverju?  Hvern vantar það?  Það hljómar alveg ofsalega illa.  (Og ekki bara vegna þess að ég veit ekki betur en sú hugmynd sé stolin af Mussolini og félögum.  Ekki beint hagfræði-snillingar, þeir.)

...tekju­lægsti hluti þjóðar­inn­ar hafi tekið á sig aukna skatt­byrði og sá tekju­hæsti lægri.

Jaðarskattar eru óvinur lágtekjufólks.

Eða veit hún það ekki?

Kolefnisgjald, sykurskattur, vegtollar, RÚV-gjaldið sfrv... allt tekur hlutfallslega meira frá þeim sem hafa lægri tekjur.

Við vild­um leiðrétta þetta og fór­um því fram með áhersl­ur á fjög­ur skattþrep,

Hvernig erum við bættari með flóknara, og þar af leiðandi dýrara kerfi?

auk þess sem við höf­um talað fyr­ir hækk­un á fjár­magn­s­tekju­skatti...

Frábært, það.  Skattur á sparnað.  Einmitt þð sem lágtekjufólk þarf mest af öllu.  Getur ekki einusinni sparað.

Aðspurð hversu mikið til­lög­ur stjórn­valda komi til móts við kröf­ur verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar seg­ir Drífa þær ná ansi skammt.

Það hefði hentað alveg jafn vel ef þau hefðu tekið til baka skattahækkanirnar sem þau herjuði á okkur með fyrir jól.

*OG* þetta á ekki að ske fyrrr en 2020.

„Í skatt­kerf­inu eru stór­ir mögu­leik­ar til tekju­jöfn­un­ar og þessi skatta­lækk­un upp á 6.760 krón­ur á mánuði sem kem­ur til fram­kvæmda á þrem­ur árum, rúm­lega 2.000 króna lækk­un á ári, er frek­ar langt frá því sem við höfðum hugsað okk­ur til þess að koma kjaraviðræðum í gang aft­ur.“

Aftur... enginn þarf tekjujöfnun.  Mig vantar ekkert að allir verði jafn auralausir og ég.  Ég vil hafa efni á meira.

En ég skil að 2000 kr lækkun á ári sé ekki mikið, það helst ekki eini sinni í hendur við verðbólgu.

Sá hluti er auðskilinn.

„Það þarf að svara því í fyrsta lagi hvenær þetta eigi að koma,

Það hefst 2020, segir í annarri frétt.


mbl.is Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Launþegar geta ekekrt allir lifað af laununum.  Þau fara öll í skatt.

Vinnuveitendur geta ekkett allir hækkað launin (og þeir sem geta það vilja það ekki.)

Ríkið hvorki vill né getur lækkað skattana, sem eru undirstaða allra vandamálanna, því það er svo umfangsmikið að það yrði að fara að skera niður það ónauðsynlegasta... eða heilbrigðiskerfið.

Af hverju sker ríkið annars alltaf niður í heilbrigðiskerfinu fyrst?

Seinasta útspil frá ríkinu var að þeir lofa að lækka kannski skattinnum það sem hann hækkaði hér rétt fyrir jól.

Ríkð, maður.  Það er orðið verulegur dragbítur á okkur.  Eins og krabbamein á þjóðfélaginu.


mbl.is Verkföll líkleg í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband