Eru þau öll að sniffa lím núna?

Þetta fólk hlýtur að vera heilaskemmt:

Það er vont: „Ef það verða veg­gjöld þá greiða jú bens­ín­bíla­eig­end­ur eldsneyt­is­gjöld og vegtoll. Raf­bíla­eig­end­ur borga eng­in orku­gjöld, en vegtoll. Er þetta þá ekki hvatn­ing til þess að skipta um bíl?“ spurði Ari Trausti Guðmunds­son, þingmaður Vinstri grænna...

Það versnar: „Það er kannski stefna hluta inn­an meiri­hlut­ans, en ég er ekki viss um það að meiri­hlut­inn sé að tala þar ein­um rómi,“ [...] Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar...

Aftur, fyrir þá sem náðu því ekki: "Það er kannski stefna hluta inn­an meiri­hlut­ans..."

Og þetta: "Hún sagði það ljóst að það myndi hvetja til orku­skipta og að fólk myndi skipta um sam­göngu­máta ef fólk stæði ekki und­ir kostnaði vegna gjald­töku."

Það kemur ekki fram hvernig hún orðaði það, en það hefur verið speisað. 

„Það er þannig að þessi veg­gjöld geta liðkað til fyr­ir orku­skipt­um, það er ágætt. En hver er þá mun­ur­inn á kol­efn­is­gjaldi og veggjaldi?“ spurði Ari Trausti.

Munurinn er sá að við höfum ekki efni á því.  Hvorugu.

Hvar er fólkið sem á að vinna *fyrir* okkur?


mbl.is Gjöld hvati til að skipta um bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG þykjast vera Alt-Right núna

Sá þetta á Facebook: https://www.facebook.com/events/381694609262202/ (hlekkur til sönnunar.)

Alt-RightVG

Mynd.


Q: "Loftslagsbreytingar og félagslegur ójöfnuður eru ekki lengur málefni sem rædd eru í afmörkuðum hópum stjórnmálamanna, aðgerðasinna eða fræðimanna. Sífellt fleiri viðurkenna að tímabært sé að snúa af braut ósjálfbærni og byggja upp samfélög hagsældar og velferðar. En hvaða leiðir eru bestar?
Hvert er hlutverk vinstrisins í heimi hraðra tæknibreytinga og hvernig má efla alþjóðlega samvinnu til að sporna gegn uppgangi valdboðsstjórnmála, afturhalds og þjóðernishyggju?"

(Ég setti áherzluna)

Jú, við þekkjum þá í hugmyndum þeirra um veðurstjórnun og öðru deleríi, en að þeir séu allt í einu á móti valdboði og afturhaldi er nýtt og framandi.

Hvaða nýju tegund af lími voru þeir að sniffa núna?


Bloggfærslur 5. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband